• 89.jpg
 • 155.jpg
 • 363.jpg
 • 923.jpg
 • 929.jpg
 • 994.jpg
 • 1012.jpg
 • 1023.jpg
 • 1037.jpg
 • 1047.jpg
 • 1151.jpg
 • 1159.jpg
 • 1207.jpg
 • 1272.jpg
 • 1371.jpg
 • 1438.jpg
 • 1512.jpg
 • 1743.jpg
 • 1838.jpg
 • 2184.jpg

Hverjir eru tengdir?

Það eru 15 gestir á síðunni núna
mod_vvisit_countermod_vvisit_countermod_vvisit_countermod_vvisit_countermod_vvisit_countermod_vvisit_counter
mod_vvisit_counterToday98
mod_vvisit_counterYesterday504
mod_vvisit_counterThis week1135
mod_vvisit_counterLast week209
mod_vvisit_counterThis month1446
mod_vvisit_counterLast month1233
mod_vvisit_counterAll days380083
Aðalfundur 2014 ályktar Prentvæn útgáfa

Aðalfundur Vísis, félags skipstjórnarmanna á Suðurnesjum, haldinn 30. desember 2014 vill koma á framfæri eftirfarandi ályktunum.

I
Fundurinn skorar á yfirvöld að beita sér með öllum ráðum fyrir því að allur sjávarafli á Íslandi verði verðlagður í gegnum fiskmarkað eða afurðaverðstengdur.

Ekki verði lengur við það unað að verðlagning á sjávarafla sé með þeim hætti sem raun ber vitni. Áratugum saman hefur verið ófriður og megn óánægja með núverandi kerfi.

Fundurinn lýsir yfir að deilur um fiskverð verði aldrei leystar nema að allur fiskur verði seldur á uppboðsmörkuðum eða beintengdur markaðsverði. Aðrar lausnir munu aðeins halda deilunni gangandi.
II
Fundurinn skorar á stjórnvöld að beita sér fyrir því að þau gjöld sem lögð eru á landaðan afla, hafnagjöld, auðlindagjald eða önnur gjöld, sem lögð eru á útvegsfyrirtæki, miðist ekki við verð sem gert er upp við sjómenn heldur tonnafjölda sem viðkomandi skip landar.

Það kerfi sem er við líði í dag þrýstir á fyrirtæki að borga sem minnst fyrir fiskinn og lækka laun sjómanna.

III
Fundurinn vill beina þeim tilmælum til stjórnvalda að á meðan þetta kerfi er við lýði, þar sem Verðlagsstofa ákvarðar lágmarksverð, verði hún efld og hafi heimild til að grípa örar inn í til að hækka eða lækka verð eftir hvernig markaðir þróast. Einnig geti hún gripið inn í ef ekki er farið eftir lágmarksverði.

Eins og staðan er núna eru ákvarðarnir teknar einhliða, þar sem bilið á milli markaðsverðs og verðlagstofuverðs er að aukast sjómönnum í óhag og sífellt fleiri komast upp með að borga undir lágmarksverði og sjómönnum er stillt upp við vegg með hótunum um atvinnumissi.

IV
Fundurinn skorar á stjórnvöld að beita sér fyrir því að Landhelgisgæsla Íslands hafi að minnsta kosti eina þyrlu til taks í neyðartilvikum.

Þetta eru yfirleitt einu björgunartæki sjómanna sem geta komið hratt og örugglega ef eitthvað kemur upp á úti á sjó.

 
Orlofsmál Prentvæn útgáfa

Þegar þetta er ritað (janúar 2015) er enn óráðstafað nokkrum helgum á Akureyri og í Brekkuskógi.  Áhugasamir geta enn sótt um hér á vefsíðunni, efst í borðanum, undir "Orlofsmál".  Jafnframt er hægt að hafa samband við starfsmann félagsins í síma: 892-0243.

 
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Síðasta >>

Síða 2 af 12

Hafnargata 90, 230 Keflavík - Sími: 421-4942  Fax:421-2607  GSM: 892-0243
Kt: 451275-2679 - Banki: 0121-26-537 -  Póstfang: visir@visir-fss.is - Félagsnr: 264