Orlofsmál

Brekkuskógur

 

Vísir í Brekkuskógi, Biskupstungum

 

Orlofsbústaður félagsins er í Brekkuskógi, Biskupstungum um 15 km frá Laugavatni. Um er að ræða 3ja herbergja (70 fermetra) lúxus bústað í afar fallegu og gróðursælu umhverfi. Í bústaðnum er stórt svefnloft með svefnsófa og dýnum. Þá er sjónvarp bæði á svefnloftinu og niðri í stofunni. Heitur pottur fylgir að sjálfsögðu bústaðnum. Tvö svefnherbergi eru á neðri hæð með svefnplássi fyrir sex manns. Í baðherbergi er sturta. Í eldhúsi er örbylgjuofn og uppþvottavél.

 

Úthlutunarárinu er skipt í þrjú úthlutunartímabil, þ.e. janúar til og með apríl, maí til og með ágúst og september til og með desember. Umsóknareyðublöð verða send út fyrir hvert tímabil fyrir sig.

 

Vikuleiga: kr. 32.000-
Helgarleiga: kr. 22.000-

 

Smelltu hér til að fá umsókn um dvöl í orlofsbústað VÍSIS.
Smelltu hér til að sjá myndir af bústaðnum Vísi.

Akureyri

 

Orlofsíbúð félagsins er við Strandgötu 3 á Akureyri. Um er að ræða 3ja herbergja (90 fermetra) lúxus íbúð á 3ju hæð í 6 hæða kjarna nýbyggingar á besta stað í bænum. Fylgir íbúðinni bílageymsla, sem er staðsett undir húsinu en þaðan er lyfta upp í íbúðina. Tvö svefnherbergi eru í íbúðini og er svefnpláss fyrir sex fullorna.

 

Úthlutunarárinu er skipt í þrjú úthlutunartímabil, þ.e. janúar til og með apríl, maí til og með ágúst og september til og með desember. Umsóknareyðublöð verða send út fyrir hvert tímabil fyrir sig.

 

Vikuleiga: kr. 32.000-
Helgarleiga: kr. 22.000-

 

Smelltu hér til að fá umsókn um dvöl í orlofsíbúð VÍSIS á Akureyri.
Smelltu hér til að sjá myndir af íbúðinni á Akureyri.