Það sem við styrkjum

Dánarbætur
Ef félagsmaður í fullu starfi fellur frá greiðast kr. 1.100.000.
Umsókn og fylgiskjöl þurfa að berast skrifstofu Vísis.

Jarðafararstyrkur
Ef meira en sex mánuðir eru frá því að félagsmaður hætti störfum eru greiddar kr. 550.000 þúsund í jarðarfararstyrk.

Ferðakostnaður
Þurfi félagsmaður að leggja í ferðalag til að leita sér lækninga greiðir félagið kr. 5.000 fyrir akstur á bilinu 100 til 250 km.
Sé ekið yfir 250 km. greiðast kr. 10.500. Sé um flugfar að ræða þá greiðir félagið lægsta fargjald á viðkomandi flugleið.

Gleraugnastyrkur
Greitt er upp í útgjöld vegna gleraugnakaupa kr. 105.000 annað hvert ár gegn framvísun kvittunar.

Heilsurækt/sund/golf og fl.
Greiddar eru kr. 70.000 á ári gegn framvísun kvittunar frá líkamsræktarstöð, sundstað eða golfklúbbi.

Heilsustofnun NLFÍ – dvöl
Félagið greiðir fyrir dvöl félagsmanna á NFLÍ kr. 4.500 kr. á dag gegn tilvísun læknis

Heyrnartæki
Hægt er að sækja um styrk til heyrnatækjakaupa. Styrkur er 75 % af kostnaði sjóðfélaga eða að hámarki kr. 300.000 þús. per tæki.
Hægt er að sækja um slíkan styrk á fimm ára fresti. Beiðni og fylgibréf skulu berast skrifstofu Vísis.

Hjarta- og lungnaendurhæfing
Sjúkra og styrktarsjóður Vísis tekur þátt í kostnaði þeirra félagsmanna sem eru í endurhæfingu hjá Hjarta og lungnastöðinni.
Endurgreiðslan er sambærileg við styrk vegna sjúkraþjálfunar eða 60% af heildarkostnaði í 25 skipti á ári.
Beiðnir og fylgiskjöl þurfa að berast skrifstofu Vísis.

Hjartavernd
Sjúkrasjóður endurgreiðir sjóðfélögum kostnað vegna skoðunar hjá Hjartavernd.
Senda þarf á skrifstofu Vísis reikning svo endurgreiðsla verði innt af hendi.

Laseraðgerð á augum
Hægt er að sækja um styrk vegna kostnaðar við augnaðgerðir með leysigeislum.
Styrkurinn nemur kr. 125.000 að hámarki per auga/ 250.000 bæði augu.
Umsókn og fylgibréf skulu berast skrifstofu Vísis.

Sjúkradagpeningar
Dagpeningar eru kr. 20.000 á dag og 4.000 kr. eru greiddar með hverju barni 18 ára og yngra, í allt að 6 mánuði.
Eftirfarandi gögn þurfa að fylgja umsókninni:
– Læknisvottorð sem tilgreini hvenær og hvers vegna viðkomandi verður óvinnufær.
– Vottorð vinnuveitanda um hvenær samningsbundnum launagreiðslum lýkur.

Dagpeningar vegna áfengismeðferðar greiðast einu sinni
Greitt er fram að greiðsludegi eða þeim degi sem læknisvottorð segir til um að viðkomandi verði vinnufær, þó ekki fram í tímann. Þeir sem eru frá vinnu lengur en fyrsta umsóknin segir til um geta fengið framhaldsbætur greiddar, en þá þarf í flestum tilfellum að koma með ný læknisvottorð. Sjóðurinn endurgreiðir ekki læknisvottorð.
Vísað er að öðru leiti í Reglugerð fyrir Styrktarsjóð Vísis.
Sjúkradagpeningar eru staðgreiðsluskattskyldir.

Sjúkrakostnaður
Sjóðurinn greiðir allt að 80.000 þúsund krónur á ári.

Sjúkraþjálfun/nudd og endurhæfing
Sjóðurinn greiðir hlut sjúklings, þ.e.a.s. 60% af heildarkostnaði í 25 skipti á ári fyrir sjúkraþjálfun/nudd og endurhæfingu sem félagsmenn sækja eftir tilvísun læknis.
Fari félagsmenn í ofangreinda meðferð án þess að með fylgi tilvísum frá lækni, þá greiðir sjóðurinn 60% kostnaðar á móti félagsmanni.

Stoðtækjakaup
Greidd eru 50% af kostnaði að hámarki kr. 120.000 þúsund.

Tannlækningar
Styrkur vegna tannlæknaþjónustu er allt að kr. 60.000 einu sinni á ári.
Beiðni og greiðslukvittun skulu berast skrifstofu Vísis.

Tæknifrjóvgun og ættleiðing
Félagið greiðir styrk vegna kostnaðar við tæknifrjóvgun/ættleiðingu. Styrkurinn nemur allt að 50% kostnaðar þó að hámarki kr. 250.000.-

 

Styrkir úr félagssjóði:

 

Námskeið
Félagsmenn eiga rétt á styrk til greiðslu á kostnaði við námskeið.
Greiddar eru allt að 60.000 krónur og undir þetta falla öll námskeið sem efla félagsmenn í starfi sem skipstjórnarmenn.

Útilegukort
Greidd eru 80% af verði útilegukorts til félagsmanna.
Senda þarf kvittun á skrifstofu Vísis, svo endurgreiðsla verði innt af hendi.

Veiðikort
Greidd eru 80% af verði veiðikorts til félagsmanna.
Senda þarf kvittun á skrifstofu Vísis, svo endurgreiðsla verði innt af hendi.