UM VÍSI

Um Vísi

Verið velkomin til VÍSIS, félags skipstjórnarmanna á Suðurnesjum

 

Skrifstofa VÍSIS er staðsett á Hafnargötu 90, 230 Keflavík

Sími: 421-4942, Fax: 421-2607, GSM: 892-0243
Sími Akureyri: 461-2007
Kt: 451275-2679 – Banki: 0121-26-537
Póstfang: visir@visir-fss.is
Félagsnr: 264

 

Bátamyndir á vefsíðu VÍSIS voru gefnar af Haraldi Hjálmarssyni, Grindavík.

 

Vefstjórn: Guðrún S. Jóhannesdóttir

 

VÍSIR, félag skipstjórnarmanna á Suðurnesjum ( visir@visir-fss.is) er umsjónaraðili að þessum vef.

 

Öll réttindi áskilin.

Félags- og sjóðagjöld

Félagsgjald er 2,5% af kauptryggingu.
Endurmenntunargjald: 0,5% af kauptryggingu.
Sjúkrasjóðsgjald er 1% af öllum launum.
Orlofsheimilasjóðsgjald er 0,25% af öllum launum.
Greiðslumiðlun: 0,22% af öllum launum (þar sem það á við).

 

Heiðursfélagar

1962

Falur Guðmundsson, Keflavík

 

1986

Guðmundur Guðfinnsson, Keflavík
Gunnar Jónsson, Keflavík
Gunnlaugur Karlsson, Keflavík
Jón Haraldsson, Garði
Kristinn Árnason, Garði
Óskar Ingibergsson, Keflavík
Sigurður Finnbogason, Keflavík
Valdimar Jónsson, Keflavík
Þorsteinn Jóhannesson, Garði
Þorsteinn Þorsteinsson, Keflavík

 

1996

Ásmundur Böðvarsson, Garði
Bjarni Þórarinsson, Grindavík
Einar Guðmundsson, Njarðvík
Einar Símonarson, Grindavík
Eyjólfur Kristinsson, Keflavík
Gísli J. Halldórsson, Keflavík
Guðjón Sigurgeirsson, Grindavík
Guðmundur I. Ágústsson, Vogum
Haukur Guðjónsson, Grindavík
Jóhannes G. Jóhannesson, Keflavík
Magnús S. Bergmann, Keflavík
Ólafur Björnsson, Keflavík
Þorvaldur Halldórsson, Garði
Þórarinn Ólafsson, Grindavík
Þórhallur Gíslason, Sandgerði

 

2006

Arnbjörn H. Ólafsson, Keflavík
Björgvin Gunnarsson, Grindavík
Einar Pálmason, Keflavík
Halldór Brynjólfsson, Keflavík
Haukur Bergmann, Keflavík
Helgi Ólafsson, Grindavík
Jón Björn Vilhjálmsson, Keflavík
Jón J. Ragnarsson, Grindavík
Jónas R. Fransson. Keflavík
Óli Jón Bogason, Keflavík
Páll Hreinn Pálsson, Grindavík

 

2016

Arnbjörn Gunnarsson, Grindavík
Ásgeir Magnússon, Grindavík
Geir Garðarsson, Keflavík
Guðmundur Garðarsson, Njarðvík
Hafsteinn Guðnason, Keflavík
Hilmar E. Helgason, Grindavík
Jóhannes Jóhannesson, Njarðvík
Jón E. Sæmundsson, Grindavík
Ölver Skúlason, Grindavík
Sveinn Þ. Ísaksson, Grindavík

Saga félagsins

 

 

 

 

Ingólfur Falsson skrifaði.

 

Stofnun Vísis
Árið 1942 var starfandi í Reykjavík skipstjóra- og stýrimannafélagið Grótta. Á þess vegum var sendur maður um öll Suðurnesin til að safna félögum. Margir gerðust þar félagar, þó sérstaklega úr Keflavík og Garði, en það kom fljótt í ljós að sérhagsmunir voru miklir hér syðra. Haustið 1946 hélt Gróttan deildarfund í Keflavík og eftir að fundinum lauk sátu nokkrir félagarnir saman og skeggræddu málin. Var þá tekin ákvörðun um að stofna sérfélag.

 

Stofnfundur skipstjóra- og stýrimannafélagsins var síðan haldinn í Ungmennafélagshúsinu í Keflavík 8. desember 1946. Á þeim fundi var einróma samþykkt að félagið skyldi heita Vísir og stjórn kosin, en hana skipuðu: Formaður Þórhallur Vilhjálmsson, gjaldkeri Falur Guðmundsson og ritari Kristinn Árnason. Á þessum fundi var einnig kosið í sjómannadagsráð. Fleira var ekki gert og fundi frestað.

 

Framhaldsstofnfundur var síðan haldinn 29. desember og á þeim fundi voru samþykkt lög fyrir félagið. Í fyrstu grein segir: Félagið heitir Skipstjóra- og stýrimannafélagið Vísir, heimili þess og varnarþing er í Keflavík. Félagssvæði þess nær yfir Njarðvík, Keflavík og Miðneshreppa. ­ Þessum lögum hefur tvisvar verið breytt, í janúar 1961 og janúar 1979. Í dag segir í fyrstu grein: Félagið heitir Vísir og er stéttarfélag skipstjóra og stýrimanna á Suðurnesjum. Félagssvæði þess er Gullbringusýsla sunnan Hafnarfjarðar, það er Suðurnes. Það má fullyrða að frá stofnun til þessa dags hafi félagið verið vel virkt og unnið að mörgum framfaramálum fyrir sjómannastéttina.

 

Blaðað í fundargerðum
Það er fróðlegt að blaða í fundargerðum félagsins í gegnum árin. Strax á fyrsta fundi er kosin nefnd til að ræða við hafnaryfirvöld um ýmislegt sem betur mætti fara, svo sem bryggjuvörslu, vatn á bryggjur, síma við höfnina, salernisaðstöðu og margt fleira og má segja að þessi mál hafi verið rædd á mörgum fundum í mörg ár, því hægt virðist hafa gengið að fá fram úrbætur og jafnvel enn þann dag í dag hefur ekki allt náðst fram sem rætt var um.

 

Í desember 1949 var kosin nefnd til að fylgjast með friðun línu- og netasvæða í Miðnessjó og átti nefnd þessi ennfremur að taka til meðferðar að skipuleggja talstöðvartíma bátanna í verstöðvum við Faxaflóa á vertíðinni.

 

8. nóvember 1950 er eftirfarandi meðal annars samþykkt: Fundur í Skipstjóra- og stýrimannafélaginu Vísi samþykkir að fara þess á leit við þing FFSÍ að það beiti sér fyrir því við Alþingi og ríkisstjórn að færeyskum fiskiskipum verði ekki seld beitusíld til veiða hér við land, undanfarnar vertíðir hefur mikill fjöldi færeyskra fiskiskipa verið á línuveiðum á þeim miðum sem Keflavíkur- og Sandgerðisbátar sækja á og með því að selja þeim beitu hér í höfn er þeim sköpuð betri aðstaða til að fiska en okkar bátum. Á þessum fundi skorar Vísir á FFSÍ að vinna að friðun Faxaflóa fyrir botnvörpu innan línu frá Geirfugladrangi í Öndverðarnes.

 

7. des.1950 er þetta meðal annars samþykkt: Fundurinn samþykkir að vegna síhækkandi kostnaðar viðvíkjandi hlutaskiptum á vélbátum treysta félagsmenn sér ekki til að ráða nauðsynlegan mannskap á komandi vertíð verði fiskverð undir 1.30 pr. kg slægt með haus.

 

31. október 1952 er þetta meðal annars samþykkt: Þar sem sjómannasamningum hefur verið sagt upp verði farið fram á það við útgerðarmenn að þeir taki matsveina inn í nýja samninga.

 

19. október 1954 lá fyrir bréf frá Kvennadeild Slysavarnafélagsins í Keflavík, þar sem farið er fram á að hver bátur leggi fram fisk sem svarar til afla af einu bjóði einhvern tíma á vetrarvertíðinni. Samþykkt að hver bátur gefi andvirði eins skippunds fisks upp úr sjó.

 

31. október 1957 er samþykkt að fara fram á að stýrimenn fái 1 1/2 hásetahlut á öllum fiskveiðum og hlutatryggingu í samræmi við það og að skipstjórar fái sömu tryggingu og stýrimenn. Fram að þeim tíma höfðu stýrimenn haft 11/3 hásetahlut á vetrarvertíðum.

 

Á fundi 11. nóvember 1958 höfðu menn miklar áhyggjur af því að erfitt mundi verða að manna bátana á komandi vetrarvertíð, þar sem litlar líkur væru á að Færeyingar fengjust á bátana. Rætt var um málið og voru menn sammála um að kjör sjómanna á fiskiflotanum væru ekki nógu góð samanborið við aðra vinnu. Á þessum sama fundi kom fram tillaga um hvort ekki væri tímabært að stofna Grænlandsdeild sem berðist fyrir því að Íslendingar fengju í framtíðinni aðstöðu til fiskveiða við Grænland t.d. eins og Færeyingar. Samþykkt var að hafa samvinnu við útvegsmannafélag Keflavíkur um mál þetta.

 

Á fundi 28. september 1960 var samþykkt að félagið legði fram fé til fyrirhugaðs félagsheimilis í Keflavík, en eins og allir vita hefur þetta félagsheimili aldrei verið byggt. 20. maí 1964 var samþykkt að stofna sjúkra- og styrktarsjóð fyrir félagið og á aðalfundi 10. janúar 1965 voru samþykktar reglur fyrir sjóðinn.

 

Á aðalfundi 30. desember 1967 var samþykkt að veita stjórninni þóknun og var það samþykkt af öllum nema stjórnarmönnum.

 

Á aðalfundi 7. janúar 1973 er samþykkt að stjórnin hafi heimild til að kalla saman félagsmenn til skrafs og ráðagerða um ráðstafanir á sjóðum félagsins og ráðningu starfsmanns fyrir félagið.

 

Á aðalfundi 2. janúar 1977 kom fram tillaga um að stjórn félagsins beitti sér fyrir kaupum á orlofshúsi sem allra fyrst. Allmiklar umræður urðu um þessa tillögu, meðal annars kom fram sú hugmynd hvort ekki væri hentugra að leita eftir kaupum á landi þar sem aðstaða væri til orlofsdvalar. Samþykkt var að vísa tillögunni til stjórnar til yfirvegunar og afgreiðslu. Tveimur árum seinna voru þessi mál til umræðu, en síðan var það á fundi 10. ágúst 1980 að samþykkt voru kaup á Hallanda.

 

Á aðalfundi 30. desember 1986 kynnti formaður að tekið hefði verið á leigu húsnæði fyrir starfsemi félagsins á Hafnargötu 90. Á sama fundi var meðal annars kosin öryggismálanefnd.

 

Á fundi 4. október 1987 var samþykkt að kaupa hlutabréf í Fiskmarkaði Suðurnesja fyrir 250.000 krónur. Á sama fundi var skorað á stjórnvöld að þegar yrði hafist handa við uppbyggingu þaulskipulagðrar öryggis- og björgunarþjónustu sem búin væri nýrri og öflugri þyrlu sem bæri a.m.k. 24 menn og væri búin afísingartækjum. Þjónusta þessi yrði undir öflugri stjórn LHGÍ.

 

Á aðalfundi 29. desember1990 var samþykkt að stofnaður yrði sjóður í minningu um Kristján Ingibergsson, fyrrverandi formann. Sjóðurinn skal heita Björgunar- og slysavarnarsjóður í minningu Kristjáns Ingibergssonar. Fyrsta markmið sjóðsins skal vera að styrkja kaup á fullkominni björgunarþyrlu, en eftir það stuðla að frekara öryggi sjómanna eftir ákvörðun stjórnar hverju sinni. Í þriðju grein reglna sjóðsins segir: Sjóðurinn skal fjármagnaður með 10% framlagi af félagsgjöldum Vísis og sölu minningarkorta. Ennfremur söfnunarátökum ef þurfa þykir.

 

Á aðalfundi 30. desember1994 var samþykkt að fela stjórn félagsins að kanna hvort ekki gæti verið hagkvæmt að ráða starfskraft í hálft starf sem hefði það í för með sér að hægt væri að hafa opna skrifstofu félagsins. Jafnframt mundi þessi starfskraftur geta létt störfum af gjaldkera í sambandi við innheimtu, sölu veiðileyfa, úthlutun orlofshúsa í samráði við jarðanefnd o.fl. o.fl.

 

Á fundi 4. mars 1995 kom fram að afhentar hefðu verið 2 milljónir úr Björgunar- og slysavarnarsjóði Kristjáns Ingibergssonar 23. febrúar síðastliðinn til kaupa á tækjum í nýja þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF Líf. Afhendingin fór fram um borð í Ægi í Keflavíkurhöfn.

 

Félagið hefur í gegnum árin veitt ýmiss konar styrki og framlög til hinna ýmsu félaga á félagssvæði sínu. Þar má nefna styrk til sjómannastofunnar Víkur, sem rekin var um tíma í Keflavík; styrk til sundlaugarbyggingar í Grindavík; styrk til kaupa á kappróðrabátum í Sandgerði, Keflavík og Grindavík; styrk til gerðar minnismerkja í Grindavík og Keflavík; fjárframlög til björgunarsveita á félagssvæðinu o.fl. o.fl.

 

Farmanna- og fiskimannasamband Íslands
Félagið gekk í FFSÍ árið 1949, fyrsti fulltrúi þess á þingi var Árni Þorsteinsson. Í dag hefur félagið rétt til að senda fimm fulltrúa á þing FFSÍ. Félagið hefur átt fulltrúa í stjórn sambandsins frá 1965, fyrst Árna Þorsteinsson til 1967, þá Ingólf Falsson til 1984, Kristján Ingibergsson til 1990 og í dag á Ölver Skúlason sæti í stjórninni.

Félagið hefur frá upphafi tekið virkan þátt í kjarabaráttu innan FFSÍ og sent samninganefndir til allrar samningsgerðar varðandi fiskimenn á vegum sambandsins. Þótt segja megi að félag okkar sé mjög blandað félögum, þ.e.a.s. í félaginu eru margir sem jafnframt eru útgerðarmenn eða eigendur í bátum að hluta, hefur það ekki skaðað félagið að mínu mati, menn hafa verið það félagslega þroskaðir í kjarabaráttunni og baráttunni um aukið öryggi til handa íslenskum sjómönnum.

 

Á aðalfundi 30. desember 1980 var fyrst kosið í orlofsheimilasjóð eða jarðanefnd eins og hann ávallt er nefndur. Fyrsta jarðanefnd var skipuð þeim Jóhannesi Jóhannessyni, Snorra Gestssyni og Grétari Mar Jónssyni. Síðan hefur verið að smáfjölga í nefndinni og í dag er hún skipuð ellefu mönnum. Þegar Hallandinn var keyptur hafði hann ekki verið í ábúð í 4-5 ár.Samfara því að milli jóla og nýárs 1980 gerði mikla snjóa í Hraungerðis-hreppnum, svo að allir sveitavegir urðu ófærir í um vikutíma, varð olíulaust á bænum svo frostsprakk á flestum ofnum. Mikla vinnu varð því að leggja í að koma húsunum í viðunandi lag. Voru húsin fyrst leigð út um verslunarmannahelgina 1981. Hallandi er tvö sambyggð hús; gamli bærinn (byggður 1930) og nýja húsið (byggt 1961). Húsin eru steinsteypt. Það var öllum ljóst í upphafi að mikið starf var fyrir höndum og húsin þurftu mikla upplyftingu, sérstaklega gamli bærinn, sem í upphafi var ekki með í myndinni sem íbúð, svo illa var hann farinn. Það væri langt mál og mikið að fara að rekja gang mála við uppbygginguna í smáatriðum og geta allra þeirra manna og kvenna sem lagt hafa hönd á plóginn til að gera Hallanda að því sem hann er í dag, en þó verður ekki hjá því komist að geta þeirra Jóhannesar Jóhannessonar, Snorra Gestssonar, Jóns Björns Vilhjálmssonar, Ingólfs Falssonar, Braga Guðjónssonar, Hafsteins Guðnasonar og Guðmundar Garðarssonar, sem hafa í gegnum árin unnið mikið og fórnfúst starf. Ekki má heldur láta hjá líða að nefna Jónas Ingimundarson, sem í gegnum árin hefur verið félagsmönnum stoð og stytta og unnið mikið að uppbyggingunni. Gísli Ágústsson, byggingameistari á Selfossi, hefur séð um viðbyggingar og klæðningu á húsum.

 

Skal nú drepið á það helsta sem gert hefur verið: Byggður var við gamla húsið inngangur ásamt salernisaðstöðu og sólskála. Byggður sólskáli við nýja húsið, húsin klædd að utan, skipt um upphitunarkerfi úr olíu í rafmagn, lagðar nýjar raflagnir í gamla húsið, gluggar og gler endurnýjað svo og eldhúsinnréttingar, parket sett á öll gólf, útihús fjarlægð, lagðar gangstéttir og komið fyrir sólpalli, útbúinn spark- og púttvöllur, komið fyrir leiktækjum fyrir börnin, girðingar endurnýjaðar, gróðursett við heimkeyrslu og lóðarmörk (að litlum hluta, um 150 ha.). Nýting húsanna hefur verið mjög góð frá upphafi, en nú á haustdögum hefur verið úthlutað 356 vikum á orlofstímum og leiga aukist mikið á öðrum tímum ársins. Félagið á laxveiðirétt í Hvítá og hafa samtals verið seldir 973 stangveiðidagar. Frá því að Hallandinn var keyptur hafa gjaldkerar félagsins, þeir Jóhannes Jóhannesson og Hafsteinn Guðnason, borið hitann og þungann af því sem gert hefur verið ásamt því að sjá um útleigu húsana og veiðinnar í samráði við jarðanefnd.

 

Rekstur félagsins
Félagsgjöldum hefur frá upphafi verið stillt mjög í hóf og hafa þau ekki verið nema hluti þess sem er hjá öðrum félögum. Þrátt fyrir það hefur tekist að eignast Hallandann skuldlausan og peningaleg staða er góð. Þetta hefur tekist þar sem lítið hefur verið greitt fyrir þau störf sem stjórnin hefur unnið fyrir félagið og hefur þar mest reynt á gjaldkerana, sem urðu að leggja heimili sín undir starfsemi félagsins. Á því varð breyting fyrir tíu árum, þegar tekið var á leigu skrifstofuhúsnæði.

 

Það var árið 1973 að fyrst var farið að tala um að ráða starfsmann til félagsins og hefur það gerst svo til árlega síðan. Það er svo 1. febrúar 1996 að ráðinn er framkvæmdastjóri til félagsins í hálft starf og er það Jóhannes Jóhannesson, fyrrverandi gjaldkeri félagsins til margra ára.

 

Frá fjörutíu ára afmæli félagsins. Kristján heitinn Ingibergsson, heiðrar eldri félaga.

 

Sjúkra- og styrktarsjóður
Eins og áður sagði var stofnaður sjúkra- og styrktarsjóður 1965. Um vörslu hans sá Björn Jóhannsson til 1979, þá Jóhannes Jóhannesson til 1991 og Hafsteinn Guðnason til 1996.

 

Markmið sjóðsins er að styrkja félagsmenn Vísis er missa vinnutekjur sínar vegna sjúkdóms eða slysa, með því að greiða þeim dagpeninga í slysa- og sjúkdómstilfellum, svo og að styrkja ekkjur félagsmanna, er misst hafa menn sína vegna slysa eða veikinda.

 

Athugið einnig stjórnir Vísis frá upphafi.

Vinnumiðlun

Öflugt félag

VÍSIR er öflugt og virkt stéttarfélag skipstjórnarmanna á Suðurnesjum.

Innan okkar raða er fjöldi skipstjóra og stýrimanna með mikla og víðtæka reynslu af öllum tegundum veiðarfæra.

 

Virk Vinnumiðlun

Ef þú ert að leita að skipstjóra eða stýrimanni sem þú getur treyst á, hafðu þá samband við okkur.

 

Powerful Union

VÍSIR is a powerful and effective trade union of captains and mates on Sudurnes.

In our flock we have many captains and mates which have great and extensive experience with all kinds of fishing gear.

 

Effective employment

If you are looking for a captain or a mate that you want to be able to trust, contact us.

Vísir 40 ára

Afmælisrit Vísis á 40 ára afmæli 1986 (Faxi)

 

Eflum útgerð og fiskvinnslu
Þátttaka Vísis í FFSÍ
Vísir og Stýrimannaskólinn
Úr kjarabaráttu Vísismanna
Stofnun Vísis breytti öllu
Hallandi
“Formannsvísur”

 

Til þess að geta skoðað þessi skjöl hér að ofan þarftu að hafa Acrobat Reader á tölvunni þinni.

Hafsteinn Ingólfsson

Til sjálfsblekkingar og sálarfróunar 

 

Hafsteinn Ingólfsson skrifar.

 

Það sem ég ætla mér að skrifa um er ofveiði og nýting sjávaraflans. Nú á síðustu árum hefur afli farið síminnkandi og smækkandi, þó við og við komi góð aflahrota, en þeim fer þó fækkandi. Fyrst ber þá að nefna síldveiðarnar, sem fram á síðustu ár voru aðaluppgripa- og tekjutímabil sjómanna og landsins í heild. Árin 1964, '65 og '66 voru metár, einkum 1966, en þá voru öll met slegin hvað aflamagn snerti. En öruggt er það að þau ár koma aldrei aftur. Þá var unnið án þess að hugsa. Aðalmarkmiðið var að a usa upp sem mestu magni, algerlega hugsunarlaust. Reynt var að salta og vinna síldina á annan hátt, en veiðin var svo gegndarlaus, að hvergi nærri hafðist undan. Þá var landað í bræðslu og flutningaskip fóru með síldina í land til bræðslu. Það hefði verið miklu betra að útbúa veiðiskipin út á salt og láta skipverja salta um borð, eftir að hætti að hafast undan og síldin fjarlægðist landið. Það er ágætisveiðiskapur (veit það af eigin reynslu) og gefur vel í aðra hönd. Nú, þá var bara hugsað um mjöl og meir a mjöl. Virtist vera sama hvar síld veiddist, hvort hún var stór eða smá, ­ bara ef það hét síld. Síðan fór veiði minnkandi. Menn töldu það vera eitthvert millibilsástand á veiðunum, sér til sjálfsblekkingar og sálarfróunar. En það var óþarfi að blekkja s jálfan sig. Síldin var búin og á aldrei eftir að ná sér eftir þetta síldarævintýri. Nú er svo komið að ekki er til beita handa nokkrum línubátum til að róa með eina vetrarvertíð, enda teljast það heimsfréttir ef bátur fær eina eða tvær síldar í eitthvert veiðarfæri.

 

Nú, þá er það þorskanótin. Um hana er það eitt að segja, að hana skal banna umsvifalaust. Veiði var góð í hana fyrir fimm til sex árum, stór og góður fiskur sem ekki sézt lengur. En nú, 1970, eru bátar farnir að veiða í þorsknót í höfninni í Þorlákshö fn og má líkja stærð fisksins við murtuna úr Þingvallavatni, svo smár er hann. Þetta er glapræði. Eins fer fyrir loðnunni og síldinni. Henni verður útrýmt áður en langt um líður ef ekki verður aðhafst til hins betra. Um þorskanet skal setja (takmörkun) re glur um netafjölda í sjó hjá hverjum bát og sjá um að þeim sé stranglega framfylgt. Finnst mér því að þeir háu herrar, sem þar um ráða, verði að kippa í taumana og það allsnarlega. Hart væri ef við Íslendingar, þessi mikla fiskveiðiþjóð, þyrftum að fara a ð flytja inn fisk til daglegrar neyzlu, fyrir tóma þrjósku og þrákelkni nokkurra manna sem lögum ráða.

Myndir frá 50 ára afmælishátíð Vísis

Veislan í Stapanum á Sjómannadaginn.

 


Kristján Pálsson, veislustjóri

 

 


Árni Ólafsson í hlutverki Gvendar þribba

 

 


Ekki er annað að sjá en gestir hafi tekið vel til matar síns

 

 


Valgeir Guðjónsson kynnti skemmtidagskránna:

 

 

 

Minningasjóður Kristjáns Ingibergssonar

Kristján Ingibergsson, fyrrverandi formaður Vísis

 

Kristján fór fremstur í flokki

 

"Ég býð ykkur velkomin til þessarar ánægjulegu athafnar hér í Keflavík þegar úthlutað verður úr Minningarsjóði Kristjáns Ingibergssonar upphæð til kaupa á búnaði í væntanlega björgunarþyrlu sem fest hafa verið kaup á landsmönnum til handa.

 

Í dag er 23. febrúar, en það er fæðingardagur félaga okkar og fyrrverandi formanns Vísis, félags skipstjórnarmanna á Suðurnesjum, Kristjáns Ingibergssonar, en hann lést árið 1990, langt um aldur fram.

 

Skömmu eftir andlát hans var stofnaður Minningarsjóður Kristjáns Ingibergssonar, með það að markmiði að styrkja kaup á nýrri björgunarþyrlu. Er sjóðurinn fjármagnaður með sölu minningarkorta og ákveðinni prósentu af félagsgjöldum í Vísi.

 

Kristján var sérstakur áhugamaður um öryggismál sjómanna og vann ötullega að þeim. Meðal annars var hann einn aðalhvatamaðurinn að því að allir minni bátar hafa rautt skyggni efst á stýrishúsi. Hann var einnig snemma talsmaður þess að keypt yrði ný og stór björgunarþyrla.

 

Þegar Barðinn frá Sandgerði strandaði við Snæfellsnes árið 1986 var eins og augu margra opnuðust fyrir mikilvægi björgunarþyrla. Eftir frækilegt björgunarafrek Landhelgisgæslunnar við mjög erfiðar aðstæður ákváðu Vísismenn að sýna þakklæti sitt í verk i með því að gefa hjartamónitor í þyrluna, sem mér er tjáð að hafi skipt sköpum varðandi notagildi þyrlunnar sem björgunartækis.

 

Kristján fór að vanda fremstur í flokki við söfnun fjár til kaupanna á hjartamónitornum og kom það í hlut þess sem hér stendur að fara með honum og taka hús á útgerðarmönnum á Suðurnesjum til að biðja um stuðning. Minningin er mér kær. Þetta var að vo rlagi og menn í vorverkum í görðum sínum. Vertíð hafði verið góð og við björguðum þarna mörgum mönnum upp úr moldarbeðunum og inn í eldhús til skrafs og ráðagerða. Skemmst er frá því að segja að alls staðar fékkst góður stuðningur við málefnið og fyrir fr amlög þessara manna, ásamt mótframlagi frá Vísi, var hjartamónitorinn keyptur.

 

Þegar fyrir lá langþráð samþykki stjórnvalda um að keypt yrði ný björgunarþyrla ákvað stjórn Minningarsjóðs Kristjáns Ingibergssonar, að höfðu samráði við starfsmenn flugdeildar Landhelgisgæslunnar, að gefa tvær milljónir króna til tækjakaupa í hina n ýju þyrlu. Þið hjá Landhelgisgæslunni eruð því hér komnir til að veita þeim fjármunum viðtöku. Ég vil einnig geta þess hér að það er okkar hugur að styrkja Landhelgisgæsluna enn frekar síðar hvað varðar öryggi sjómanna."

 

Það var síðan eftirlifandi eiginkona Kristjáns Ingibergssonar, Kristín Guðnadóttir, sem afhenti gjöfina.

Grétar Mar Jónsson

 

Einn daginn siglum við flotanum í land

 

"Heilu byggðarlögin eru að leggjast af þar sem fáir einstaklingar eða fyrirtæki ráða yfir öllum kvóta byggðarlaganna og selja hann jafnvel burt, ­ skilja byggðarlögin eftir í rúst," sagði Grétar Mar Jónsson, skipstjóri og formaður Vísis, um það mál se m hæst hefur borið meðal sjómanna síðustu ár; kvótann.

"Þegar ég segi þetta á ég til dæmis við fjölda byggðarlaga á Vestfjörðum. Annað er á hreinu: Kvótinn færist sífellt á færri og færri hendur. Ástæða þess að ekki er vilji til að breyta því er sú að þeir aðilar sem eru stærstir innan LÍÚ hafa hagsmuna a ð gæta að viðhalda þessu með þeim hætti sem það er og vilja því ekki breytingar."

 

Telurðu hættu á að með auknum þorskveiðiheimildum dragi úr andstöðu við kvótakerfið?

 

"Ekki fyrr en leyft verður að veiða það mikið af þorski að kvótaleiga hætti að hafa áhrif á fiskverð. Kvótaleigan er ekki bara í þorski, hún er líka komin í aðrar tegundir. Það eru leiguliðar líka á rækjuveiðum, síld og jafnvel á loðnuveiðum. Þetta er alls staðar að koma inn."

 

Skil ég þig þannig að þú teljir að úrskurðarnefndin hafi ekki staðið undir þeim væntingum sem sjómenn gerðu til hennar við gerð síðustu kjarasaminga?

 

"Úrskurðarnefndin er ein mistök frá a til ö, það verður að segjast eins og er. Það eru dæmi um það í rækjunni að útgerð hafi sagt upp áhöfnum og ætlað að leggja bátunum frekar en að fara eftir úrskurði nefndarinnar. Það er aðeins eitt til ráða; halda áfram að berjast. Þetta skiptir fleiri stéttir máli en sjómenn, þetta er réttlætismál fyrir alla þjóðina, hverjir eiga auðlindina og hverjir eiga að nýta hana. Það er ekki viðunandi að fáeinir aðilar ráði yfir auðlindinni og geti leigt hana eða selt aðgan g að henni. Það er algjörlega búið að brjóta upp skiptakjör sjómanna, búið að eyðileggja grunninn að kjarasamningum okkar."

 

Ég spyr hvort sjómenn, og þá sérstaklega þið forystumennirnir, berið ekki einnig sök á hvernig komið er?

 

"Auðvitað berum við líka sök á þessu. Það versta er að Sjómannasambandið og Vélstjórafélagið hafa lagt blessun sína yfir þessa fiskveiðistefnu, fiskveiðistefnu sem er að brjóta upp skiptaprósentuna. Það, að samtök sjómanna geti verið einhuga í baráttu nni gegn kvótakerfinu, hefur skemmt fyrir okkur. Eins og staðan er nú virðist sem ekkert breytist, ekki á meðan Sjómannasambandið og Vélstjórafélagið styðja þessa fiskveiðistjórn. Annars sé ég fyrir mér að eftir því sem sjómenn á fleiri veiðigreinum verða fyrir leiguliðakjörunum muni allar stíflur bresta og það verði sprenging."

 

Finnst þér sem fjölgi í þeim hópi sjómanna sem eru tilbúnir að ganga langt til að berja þetta á bak á aftur?

 

"Já, það sem ég held að gerist er að samstaða myndist um að einn daginn siglum við flotanum í land með eina kröfu; breytta fiskveiðistjórnun. Þetta verður ekki gert með verkfalli eða kalli frá forystunni heldur frá sjómönnum sjálfum og að þeir stoppi þar til breytt verður um fiskveiðistjórnun. Ég er sannfærður um að til þessa mun koma að óbreyttu, hvort það eru vikur, mánuðir eða eitt til tvö ár þangað til get ég ekki sagt um, en sjómenn munu gera þetta ef með þarf."

 

Afleikir ráðherranna

 

Það er fleira en kvótinn sem brennur á sjómönnum, til dæmis úthafsveiðar. Ertu ánægður með það sem gerst hefur á úthafsveiðunum?

 

"Það er hægt að gagnrýna ýmislegt þar. Í fyrsta lagi er samningurinn um karfaveiðar á Reykjaneshrygg skandall. Þar erum við einir sem förum eftir kvóta, en þeir sem við gerðum samning við fara ekki eftir kvótanum sem settur var. Að auki er fjöldi skip a á hentifánum sem halda veiðum áfram. Sjávarútvegsráðherra og utanríkisráðherra gerðu stærstu mistök sem gerð hafa verið með þessum samningi. Það hefði verið betra að gera engan samning en þetta sem við sitjum uppi með. Ef stofninn verður þurrkaður upp e r ekki verra fyrir okkur að taka þátt í því en horfa á. Það er hlegið að okkur.

 

Hlutur okkar í Síldarsmugunni er annað mál. Í kosningabaráttunni fyrir síðustu Alþingiskosningar var Þorsteinn Pálsson búinn að lýsa því yfir að við myndum krefjast sama hlutar og Norðmenn í norsk-íslenska síldarstofninum, en það var samið um sautján prósent, sem er hlægilegt. Þá hefði verið betra að semja ekki og veiða frjálst heldur en að semja upp á þetta.

 

Það er rétt markmið að semja um þessa hluti, en það er rangt að semja bara til að semja. Bæði hvað varðar Reykjaneshrygginn og Síldarsmuguna varð það ofan á, ­ samið bara til að semja. Í Barentshafi er verið að tala um tólf til fjórtán þúsund tonna af la til okkar, sem yrðu afarkostir fyrir okkur."

 

Ekki samflot í samningum

 

Kjarasamningar sjómanna eru lausir um næstu áramót.

 

"Ég legg til að ekki verði farið í samstarf með Vélstjórafélaginu og Sjómannasambandinu í komandi kjarasamningum. Það þarf að brjóta upp þær aðferðir sem við höfum haft að undanförnu.

 

Ég get hugsað mér að hver félagi fari fyrir sig, ekki í samfloti. Á formannaráðstefnu Farmanna- og fiskimannasambandsins, sem verður í haust, verða þessi mál tekin til umræðu."

 

Átti að auka þorskaflann fyrr

 

"Ég get ekki látið hjá líða að minnast á Hafrannsóknastofnun. Þeir lögðu til aukinn þorskafla, en ég er þeirrar skoðunar að það hefði mátt auka aflann enn meir og það fyrr en þeir töldu ráðlegt. Við sem störfum við þetta höfum séð breytingar. Á allra síðustu árum hefur verið meiri þorskur en þeir hafa viljað vera láta. Sem dæmi get ég tekið að það er orðið nánast óþekkt að bátar fari af heimamiðum, sæki langt. Það hefur verið góður afli alls staðar. Það eru ekki mörg ár síðan bátar flökkuðu mili lands hluta. Það þekkist til dæmis ekki lengur að Breiðafjarðarbátar komi hingað suður og öfugt. Ég tel það alvarlegan hlut að aflinn skyldi ekki vera aukinn fyrr. Nú má fiska 180 þúsund tonn af þorski, en það hefði að skaðlausu mátt auka aflann í 250 þúsund tonn."

 

Ekki er hægt að ganga út frá því að starfsmenn Hafrannsóknastofnunar hafi ekkert til síns máls, er það?

 

"Ég er ekki að segja það. Hitt er annað að við höfum verið ósammála þeim um margt." 

Guðmundur Ágústsson

 

Nokkrar kindur og þrjár beljur

 

Guðmundur Ágústsson er fæddur árið 1918 í Halakoti á Vatnsleysuströnd og oftast kenndur við þann bæ. Bræðurnir í Halakoti voru sex og er Guðmundur næstyngstur þeirra. Aðeins var ein systir í hópnum. Allir fóru bræðurnir á sjó, en aðeins Guðmundur varð skipstjóri. Foreldrar þeirra voru Þuríður Halldórsdóttir frá Uppkoti á Akranesi og Ágúst Guðmundsson frá Neðri-Brunnstöðum á Vatnsleysuströnd.

 

"Það var aldrei pláss fyrir okkur tvo yngstu um borð í trillunni hjá pabba, því urðum við að leita annað. Rúmlega fermdur réð ég mig á Ólaf Magnússon í Keflavík og reri með Albert Ólafssyni. Ég var voðalega sjóveikur fyrst, ég man það eins og gerst he fði í gær. Eftir fyrsta róðurinn taldi kallinn að ég ætti ekkert erindi á sjó, en ég fór næsta róður og fann ekki til sjóveiki eftir það. Ég var með honum í fimm vertíðir," segir Guðmundur um upphaf sjómennsku sinnar.

 

Árið 1943 keypti Guðmundur, í félagi við tvo bræður sína, sex tonna trillu úr Grindavík og hóf útgerð frá Halakoti. Aðstaða til útgerðar frá Halakoti var léleg, aðeins lending og ekki hægt að afskipa fiski nema á hálfföllnum sjó. Á öðrum tíma varð að seila fiskinn til að létta bátinn við lendingu. Allan fisk varð að bera á bakinu eða á höndum.

 

Til að losna við fiskburðinn lögðu þeir bræður járnbrautarteina niður að lendingunni. Þar höfðu þeir vagn sem tók um 180 þorska. Engin vél var í vagninum og varð því að draga hann á höndum. Sem dæmi um fiskgengd og aflabrögð hinna litlu báta á þessum árum má nefna að árið 1943 öfluðu þeir bræður, á fjögurra tonna trillu, 217 tonna frá 7. mars til 11. maí. Einn daginnn þríhlóðu þeir, en algengt var að tvíhlaða á þeim árum.

 

"Annaðhvort var að bera fiskinn á bakinu eða á puttunum, með tvo þorska á hvorri hendi. Stundum var aflinn mikill og stundum lítill, eins og gengur. Frá 1930 hafa orðið geysilegar framfarir í öllum vinnubrögðum til sjós og lands. Menn urðu bara að dug a eða drepast á þessum stöðum. Við borðuðum fisk í öll mál, en þorskurinn var aldrei borðaður, nema hausarnir og þá hertir. Við höfðum nokkrar kindur og þrjár beljur. Við höfðum kjöt frameftir vetrinum og mjólk."

 

Árið 1949 kaupa þeir bræður sér sinn fyrsta dekkaða vélbát, Óðin, sem var 21 tonn. Báturinn var nefndur Ágúst Guðmundsson GK 95. Guðmundur var skipstjóri á bátnum, Ragnar bróðir hans vélstjóri og Magnús sá um útgerðina í landi.

 

Árið 1957 semja þeir bræður um nýsmíði á 55 tonna eikarbát. Hafnarskilyrði eru erfið í Vogum og varð að leggja bát við múrningar úti á legunni. Einungis var hægt að leggja að bryggjunni á hálfföllnum sjó.

 

"Ástæðan fyrir því að við keyptum þennan bát var að við vildum sækja í síldina fyrir norðan," segir Guðmundur. "Seinna þótti okkur báturinn heldur lítill. Ég kom einu sinni til Keflavíkur með 110 tonn sem við fengum suður af Vestmannaeyjum. Við hófum verkun á eigin afla í salt og skreið. Á þessum bát var það síldin fyrir norðan á sumrin og vertíð hér fyrir sunnan."

 

Sex árum seinna semja þeir bræður um kaup á 85 tonna eikarbát sem þeir gerðu út á hringnót á sumrin og þorskanet á veturna. Báturinn fékk nafnið Ágúst Guðmundsson II GK 94. Gerðu þeir út tvo báta, því fyrri Ágúst var ekki seldur. Mikil vinna fylgdi fi skverkunarstöðinni og var oft unnið fram á nótt. Hélst þessi útgerð óbreytt til ársins 1971 er þeir seldu 55 tonna bátinn og keyptu 101 tonns bát. Var hann gerður út á þorskanet á vetrarvertíð en á humar á sumrin. Síldveiði var alfarið hætt.

 

"Það var sæmilegt upp úr humrinum að hafa, en mér þótti þetta frekar leiðinlegt fiskirí, þetta humardrasl," segir Guðmundur.

 

Haldið var nafninu Ágúst Guðmundsson GK 95 á nýja bátnum.

 

Tveimur árum síðar koma þeir bræður sér upp frystihúsi og reka það samhliða fiskverkuninni. Árið 1977 keyptu þeir 186 tonna stálbát og selja minni bátinn til Sandgerðis. Þessi bátur, smíðaður árið 1963, fékk nafnið Þuríður Halldórsdóttir eftir móður þeirra.

 

Við Þuríði tók Andrés, sonur Guðmundar, en Guðmundur var áfram með Ágúst Guðmundsson. Árið 1983 er 101 tonns báturinn seldur til Hornafjarðar og keyptu þeir 186 tonna bát í staðinn. Með tilkomu þessara stóru báta flytja þeir útgerðina til Njarðvíkur, því ógerningur var að koma bátunum í heimahöfn.

 

Guðmundur fór í land árið 1983, þá 64 ára gamall. Hafði hann verið með sem skipstjóri frá árinu 1943.

 

"Það gekk allt saman mjög vel hjá okkur og við urðum aldrei fyrir neinum óhöppum. Við öfluðum vel og ekkert kom fyrir. Ég varð til dæmis aldrei fyrir vélarbilun. Við höfðum góðan mannskap og það er fyrir öllu, ég var alltaf ánægður þegar ég var búinn að fá sömu kallana um borð. Einn var með mér í fjörutíu og tvær vertíðir og margir í tíu til tólf vertíðir. Flestir voru heimamenn, en líka víðar að," segir Guðmundur.

 

"Þegar ég hætti á sjónum fór ég í skreiðarmatið, en síðustu þrjú árin hef ég lítið gert. Konan mín er ánægð með það og segir að ég hafi skilað nógu." Kona Guðmundar er Guðríður Árnadóttir og áttu þau sex börn, þrjár dætur og þrjá syni, en einn sonanna fórst af slysförum.

 

"Sjómennskan kemur niður á eiginkonunum, sérstaklega þegar maður er lengi í burtu. Sumrin sem ég var á síldinni var ég að heiman í fjóra mánuði. Ég reyndi að beina sonunum á aðrar brautir en allt kom fyrir ekki. Ég sagði við sjálfan mig að það væri be st að leyfa þeim að ráða þessu sjálfum. Þeir hafa báðir verið á sjó en annar er kominn í land."

 

Guðmundur segir að útgerð og vinnsla þeirra bræðra hafi alltaf gengið vel og samstarf þeirra verið gott.

 

"Við offjárfestum aldrei, heldur fetuðum okkur áfram hægt og rólega. Venjulega seldum við minni bát til að kaupa stærri bát. En ég vildi ekki vera að byrja á þessu núna eins og málum er háttað í dag," segir Guðmundur Ágústsson, heiðursfélagi í Vísi, f élagi skipstjórnarmanna á Suðurnesjum. 

Sigurður Björgvin Magnússon

 

Skuldaði aldrei neitt

 

Elsti núlifandi félagi í Skipstjóra- og stýrimannafélaginu Vísi er Sigurður Björgvin Magnússon en hann er fæddur árið 1911 í Garðinum. Hann var gerður að heiðursfélaga Vísis árið 1986. Manna á meðal er hann aldrei kallaður annað en Siggi á Nýjalandi. Siggi flutti til Keflavíkur árið 1946, enda reri hann oftast þaðan. Hann segist hafa verið að drepast úr sjóveiki fyrstu tvö til þrjú árin en í þá daga voru atvinnumöguleikarnir ekki miklir og sjómennskan gaf betur en margt annað. Siggi tók vélstjórapróf árið 1932 og skipstjórapróf 1935. Hann var vélamaður í fjögur ár og skipstjóri í þrjátíu ár. Sjómennskuferill Sigga stóð í rúma hálfa öld. Siggi er hálfníræður og lítur út fyrir að vera tuttugu árum yngri.

 

"Ég hef alltaf verið svo kvensamur," segir Siggi til útskýringar og hlær en bætir við að hann hafi alltaf verið heilsuhraustur. Siggi hélt alltaf dagbækur til sjós og hefur unnið úr þeim upplýsingar um alla þá báta sem hann hefur verið á. Sagt er að þ egar nýr bátur kom til Keflavíkur hafi Sigga alltaf verið boðinn hann fyrstur manna og því var hann skipstjóri á mörgum bátum á sinni sjómannstíð.

 

"Mín fyrsta vertíð á sjó var á þorskanet með Þorgeiri á Lambastöðum og rerum við á áttæringi. Þá var ég fjórtán ára. Eina vertíð var ég með Þorvaldi í Kothúsum á sexmannafari á netaveiðum sem vélamaður. Einnig reri ég með pabba sumar og haust á trillu ," segir Siggi um sjómennskuferilinn.

 

Faðir Sigga reri á opnum bátum alla tíð, enda algengt að blanda saman búskap og sjómennsku á Suðurnesjum. Sextán ára gamall, árið 1928, fór Siggi á síld á Siglufjörð á bátinn Gretti frá Akureyri. Upp frá því var hann nánast stanslaust á sjó til 75 ára aldurs.

 

Sjómennskuferill Sigga er fjölbreyttur. Árið 1929 var hann kyndari á togaranum Apríl tvo túra en slasaðist. Það varð honum til lífs, því í næsta túr fórst Apríl með allri áhöfn. Þetta var eini togarinn sem Siggi skráði sig á, því eftir það stundaði ha nn alltaf bátasjómennsku.

 

"Togaramennskan var alveg svakaleg, alveg alaumasta helvíti sem ég hef lent í. Það lak af mér svitinn því ég varð að moka sex tonnum á sólarhring við annan mann. Ég var svo heppinn að klemma mig á fingri og varð að fara í land."

 

Sama árið var hann á reknetum á mb. Mars með Þorsteini Eggertssyni. Árið 1930 var hann eina vertíð á mb. Svani II sem vélamaður á útilegu. Sama árið reri hann um sumarið á trillu frá Skagaströnd með Einari Helgasyni. 1933 og 1934 var hann tvær vertíði r á mb. Óðni fra Gerðum, landmaður og varasjómaður. Tvö sumur var hann á síld á mb. Birni frá Akureyri. Síðan 1. vélstjóri eina vertíð á mb. Trausta frá Gerðum. Aftur 1. vélstjóri á mb. Ægi frá Gerðum í tvær vertíðir. Þegar Siggi var 24 ára varð hann skip stjóri á mb. Kára, 15 tonna báti frá Kothúsum. Var skipstjóri á Ægi og Muna (tvílembingar) á síld fyrir norðan í tvö sumur. Var svo með Geir KE í tvö ár á línu frá Keflavík á reknetum frá Siglufirði. Var með mb. Njál frá Siglufirði, 40 tonna bát í eigu Ós kars Halldórssonar, á snurpunót í stuttan tíma.

 

"Það var ekki hægt að vera lengi með þennan bát. Þegar ég kom norður til að taka við honum urðum við að byrja á að að tjasla honum saman, því hann var hriplekur."

 

Sjómennskan þýddi að Siggi fór á milli staða innanlands. Róið var á vertíðum fyrir sunnan og í 25 sumur fór hann til Siglufjarðar á síld.

 

"Aðbúnaðurinn var allt í lagi, enda þekkti maður ekki annað. Mannskapurinn var fínn og við höfðum ágætt að éta, því kokkarnir voru yfirleitt góðir. Tvisvar var ég með kvenkokk um borð, en það var tiltölulega algengt í þá daga að konur réðu sig sem kok ka til sjós," segir hann.

 

Siggi var skipstjóri á mb. Guðnýju, 40 tonna báti frá Keflavík, í tvö ár. Veitt var á línu á veturna, snurpu fyrir norðan á sumrin og í reknet á haustin. Næstu tvö ár var hann með Freyju, 23 tonna bát úr Garði, á línu og reknetum. Eitt haustið var bát urinn notaður í flutninga upp í Hvalfjörð fyrir breska hernámsliðið.

 

"Við fluttum ýmsa vöru og hermenn frá Reykjavík til Hvalfjarðar. Það var svolítið erfitt, því við þurftum að komast inn um "hlið" því fjörðurinn var fullur af tundurduflum. Haustið var dauður tími hvort sem er og því var vinnan fyrir Bretana ágæt."

 

Aftur tók Siggi við Ægi frá Gerðum og nú í tvö ár á línu og reknetum. Við Reykjaröstinni tekur Siggi árið 1945 og er skipstjóri þar í tíu ár. Reykjaröstin var á þorskanetum, síldveiðum fyrir norðan á sumrin og á reknetum á haustin. Árið 1947 tók Siggi þátt í síldarævintýrinu í Hvalfirði og fengu þeir 12.000 mál þar.

 

"Mér fannst alltaf mest gaman á síldinni fyrir norðan. Það er ekki eins og núna, því í þá daga urðum við að sjá síldina vaða ofan á sjónum. Við höfðum ekki þessi tæki sem nú eru til. Svo kom ein torfa og margir bátar keyrðu að henni en sá sem var fyrs tur náði henni. Það kom fyrir að menn lentu hreinlega í slagsmálum um torfuna," segir Siggi.

 

"Eins var ég á þorskanetum og líkaði það vel. En ég var ekki eins hrifinn af línunni. Við urðum að fara út í hvaða helvítis veður sem var. Á línunni fórum við út á nóttunni og fyrir það áttum við á hættu að lenda í vondu veðri."

 

Siggi segist hafa verið hætt kominn á Reykjaröstinni árið 1953 þegar mikið veður gerði á miðunum. Í þessu veðri fórst Eddan á legu fyrir utan Grundarfjörð.

 

"Veðrið var svo rosalegt að við urðum að keyra bátana upp í legufærin. Inni á Grundarfirði lágu nokkrir bátar í vari, þar á meðal Eddan. Líklega hafa þeir keyrt í legufærin, fengið línuna undir og hún hvolft bátnum. Með Eddu fórust níu menn en átta ko must lífs af. Veðrið var svo glórulaust að við vissum ekki einu sinni af þessu fyrr en eftir á," segir Siggi.

 

Árið 1955 fannst Sigga mál að hætta til sjós og fór að keyra vörubíl. Það stóð ekki lengi, því vertíðina 1955 var hann beðinn að taka við Guðfinni, nýjum 50 tonna bát, vegna þess að Guðmundur Guðfinnsson skipstjóri fótbrotnaði. Ári síðar keypti Siggi, í félagi við Njál Benediktsson og Hjálmar Jónsson, bróður sinn, mb. Þórkötlu úr Grindavík. Þeir breyttu nafninu í Kára GK og áttu hann í sex ár. Siggi var með bátinn á þorskanetum og reknetum. Síðustu þrjú árin átti Siggi bátinn einn og fór á humarveiðar á sumrin. Eitt sumar var hann með mb. Geir, 60 tonna stálbát, á síld fyrir norðan vegna veikinda Þorsteins Þórðarsonar, sem átti bátinn ásamt Ólafi Loftssyni. Eitt sumar var hann síldarskipstjóri á Jóni Finnssyni.

 

"Svo gerðist ég útgerðarmaður. Mér var alltaf sagt að það væri tap á útgerðinni svo ég þorði aldrei annað en að vinna hjá öðrum til að vera öruggur með mig. En ég tapaði aldrei, þeir lugu þessu bara að mér," segir Siggi og hlær. Ásamt Kristmanni Hjálm arssyni keypti hann mb. Stafnes KE 38, 55 tonna bát. Hann var gerður út á línu, þorskanet og humarveiðar.

 

"Við keyptum fiskhús við Vesturgötu í Keflavík og söltuðum fiskinn. Seinna keypti ég, ásamt syni mínum Jóhannesi, hlut Kristmanns. Við áttum bátinn í 15 ár eða til ársins 1979 er við seldum hann og hættum útgerð. Þegar ég var sjötugur keypti ég mér tr illu, Stafnes, sem var tvö og hálft tonn, og var á henni í fimm ár. Síðan hef ég ekki stigið á sjó, ­ var alveg búinn að fá minn skammt," segir Siggi.

 

Þegar Siggi hætti veiði á sjó hóf hann laxveiðar af kappi. Hann segist hafa mikla ánægju af laxveiðinni en hún sé dýrt sport og því fari hann sjaldnar en hugurinn stendur til. Auk þess stundar hann pútt og á heimili hans eru margir bikarar sem bera vo tt um færni hans á því sviði.

 

Aðspurður segist Siggi ekki hafa orðið ríkur af sjómennskunni en alltaf haft nóg fyrir sig.

 

"Ég byggði þrjú hús hér í Keflavík og eitt í Garðinum og skuldaði aldrei neitt. Þá var ekki komin þessi kvótavitleysa og duglegir menn gátu fiskað að vild," segir Siggi á Nýjalandi.

Grétar Mar Jónsson, formannsspjall

Hlutverk Vísis er stórt 

 

Félagið okkar, Vísir, félag skipstjórnarmanna á Suðurnesjum, er fimmtíu ára. Fyrirhyggja og ákveðni forvera okkar varð til þess að við eigum nú sterkt og öflugt félag. Það er hlutverk okkar, sem nú erum í félaginu, að hlúa að því og efla það.

 

Það hefur margt breyst frá stofnun Vísis. Nútíminn kallar á önnur vinnubrögð, starf Vísis hefur tekið breytingum. Búið er að ráða starfsmann í hálft starf og Vísir er á Internetinu. Það er ætlun okkar að fylgjast eins vel með og okkur er unnt. Á Inter netinu erum við meðal annars með ráðningarþjónustu fyrir félagsmenn okkar.

 

Félag sem Vísir hefur mikinn tilgang. Félagið gætir hagsmuna félagsmanna sinna. Það er mín vissa að vel hafi tekist til, hvað það varðar, í þá hálfu öld sem félagið hefur starfað. Þótt ég telji svo vera fer því fjarri að ný og ný verkefni sé ávallt ti l að glíma við. Það er margt sem betur má fara í starfsumhverfi okkar og við höfum ekki þurft að leita vandamála, þau koma. Hver hefði getað hugsað sér, þegar minnst var fjörutíu ára afmælis félagsins fyrir réttum tíu árum, að nú væri okkar helsti óvinur kvótabrask? Orðið kvótabrask var ekki einu sinni til þá.

 

Ef ekki væri kvóti þá væri heldur ekkert kvótabrask. Þá óáran sem kvótakerfið er verðum við að losna við. Þegar hugsað er til þeirra mála sem Vísir þarf að vinna að á næstu vikum og mánuðum koma kvótinn og braskið fyrst upp í hugann og síðan má ekki g leyma komandi kjarasamningum, en samningar eru lausir um áramótin.

 

Vísir valdi sjómannadaginn síðastliðið vor til að minnast afmælisins. Haldin var hátið í Stapa sem var vel sótt og félaginu og félagsmönnum til mikils sóma. Fjórtán eldri félagar voru heiðraðir og gerðir að heiðursfélögum. Allir þeir kappar verðskuldu ðu viðurkenningu félagsins fyrir ómetanleg störf í þágu þess.

 

Að lokum vil ég óska núverandi og fyrrverandi félögum í Vísi, félagi skipstjórnarmanna á Suðurnesjum, til hamingju með afmæli félagsins okkar.

 

Grétar Mar Jónsson, formaður Vísis.

Haukur Guðjónsson

Mig langar oft á sjó

 

Haukur Guðjónsson er fæddur á Þórkötlustöðum í Grindavík árið 1927. Hann ólst upp í Þórkötlustaðahverfi, en þar var útræði mikið. Ennþá standa þar eftir þóftir og bryggjan.

 

 

"Það hefði mátt halda bryggjunni við til minja um gamla tíma," segir Haukur og rifjar upp sjómennskuferil sinn.

 

"Ég fór ungur á sjó eins og aðrir í fjölskyldunni. Gerðir voru út tveir bátar frá Innralandi og Höfn. Gert var út frá febrúar til maíloka og aflinn unninn heima, flattur og saltaður. Á stríðsárunum gerðum við að aflanum, sem var ísaður í skip í Hafnar firði til útflutnings. Þetta var ágætur veiðiskapur á trillunum og góður afli. Við sóttum rétt út fyrir bryggjuna og mest upp í klukkutíma stím. Þá var ekki drepin öll loðna sem sást, eins og nú er gert," segir Haukur og bendir á að nótaveiðin hafi eytt f iskinum.

 

Árið 1947 keypti Haukur í félagi við níu aðra 60 tonna bát, Grindvíking, en hann var fyrsti stóri báturinn sem kom til Grindavíkur. Áður hafði Haukur verið með Óskari í Vík á Happasæl, 14 tonna, og á Bárunni, sem var 38 tonn.

 

"Allir eigendur að Grindvíkingi unnu sjálfir um borð. Við áttum hann í þrjú eða fjögur ár, þegar hann fórst á Hópsnesinu. Sjálfur var ég ekki um borð, því ég var á mótornámskeiði þegar hann fórst," segir Haukur.

 

Eftir að Grindvíkingur fórst tóku þeir Geysi frá Reykjavík á leigu og gerðu hann út í nokkur ár. Félagið flosnaði smám saman upp þegar menn fóru að huga að öðru.

 

"Ég ætlaði að verða vélstjóri á Grindvíkingi, en þegar hann fórst varð ég vélstjóri á Þorbirni "litla", sem var í eigu Hraðfrystihúss Þórkötlustaða."

 

Árið 1949 fór Haukur í Stýrimannaskólann og eftir það var hann stýrimaður og skipstjóri. Í fjögur ár var hann með Sigurbjörgu SU á síld fyrir norðan. Lengi var hann með Fiskaklett frá Hafnarfirði, eða til ársins 1962. Þá var keyptur til Hraðfrystihúss Grindavíkur 100 tonna stálbátur, Már, og þar festist Haukur sem skipstjóri í rúm tuttugu ár.

 

"Þá var síldarævintýrið búið hjá mér, því Már fór aldrei á síld. Eftir hefðbundna vetrarvertíð fórum við á humar," segir Haukur, en hann var meðal þeirra fyrstu sem hófu humarveiðar. Veiðisvæðið var frá Hornafirði að austan og vestur undir Snæfellsnes . Haukur byrjaði að veiða humar árið 1956 og frumherjarnir þurftu að hafa fyrir aflanum.

 

"Við fengum mikið af grjóti í fyrstu, en veiðin var töluverð og aflinn verðmætur. Við vissum um bleyður víða og svo fundum við fleiri bleyður með tímanum. Til að byrja með notuðum við 36 feta troll, en í seinni tíð voru trollin orðin 180 fet."

 

Framan af var humarinn þveginn en settur óslitinn í lestina. Með humarveiðinni gekk árið saman; netavertíð, humar og lína á haustin. Hauki líst illa á kvótakerfið eins og fleirum af hans kynslóð.

 

"Það er fyrir neðan allar hellur að menn geti fengið hundruð króna fyrir kílóið af óveiddum fiski."

 

Haukur var á sjó óslitið til ársins 1984, en þá varð hann að hætta vegna veikinda, var kominn með asma. Þá fór hann að sjá um vélarnar í hraðfrystihúsinu.

 

"Þegar við gömlu hættum á bátunum fór allt að fara niður á við," segir Haukur, bæði í gamni og alvöru. "Áður voru hér tvö frystihús starfandi en núna eru tveir nýliðar að vinna fisk hér í Grindavík, enda plássið ekki svipur hjá sjón. Á sínum tíma var fullt af aðkomufólki hér í vinnu, jafnvel frá Færeyjum. Núna er hægt að aka um þessar gömlu verstöðvar og varla titt að sjá. Mér er eiginlega hulið hvað fólk á að vinna við og getur tekið sér fyrir hendur. Meðan loðnunni er mokað upp er nóg að gera hér, e n loðnan fæst aðeins stuttan tíma á árinu."

 

Innsiglingin í Grindavík er hrikaleg ásýndum, að minnsta kosti fyrir landkrabba. Brimið getur verið mikið og oft sýnist innsigling ófær.

 

"Innsiglingin hefur alltaf verið erfið, en hún sýnist hættulegri en hún er. Það lærist að sigla inn eða "taka lagið" eins og það er kallað. Núna eru bátarnir stærri og þola meira en áður. Ég man að Færeyingum sem voru um borð hjá mér leist ekkert á bl ikuna þegar við fórum inn," segir hann.

 

Haukur er ekkill en kona hans var Agnes Árnadóttir, fædd í Grindavík. Þau eignuðust fimm börn og tveir sona þeirra stunda sjó í dag.

 

"Hér stendur valið á milli þess að fara á sjó eða í vinnu á Vellinum. Strákarnir byrjuðu að fara með mér, þeir sáu ekkert nema sjóinn. Ég er sæmilega sáttur við það, þótt ég hefði kosið að þeir veldu annað starf."

 

Haukur er hættur að vinna, en dundar sér í sumarbústaðnum við Þingvallavatn.

 

"Mig langar oft á sjó í góðu veðri og ef ég heyri af afla. Það er komið svolítið líf í trilluútgerðina á ný, sem betur fer. Ég hef þá trú að trillurnar og bátarnir komi aftur. Ég yrði ekki hissa þó að við þyrftum að kaupa nýja vertíðarbáta. Það er mun manneskjulegra að vera á litlum bátum en þessum stóru verksmiðjum," sagði Haukur Guðjónsson.

 

Haukur Guðjónsson lést 12. september, fáum vikum eftir að viðtalið fór fram. Um leið og Vísir sendir aðstandendum innilegustu samúðarkveðjur er Hauki þökkuð ómetanleg störf fyrir félagið. 

Stefán Þ. Tómasson

Hagsmunir sjómanna og útvegsmanna fara saman
 
Stefán Þ. Tómasson skrifar.

 

Á þeim áratugum sem liðnir eru frá því að Vísir, félag skipstjórnarmanna á Suðurnesjum, var stofnað hafa orðið miklar breytingar í íslenskum sjávarútvegi. Skipin hafa stækkað og allur aðbúnaður um borð tekið stakkaskiptum. Víða er aðbúnaður sjómanna m eð því besta sem gerist í heiminum. Ný tækni við veiðarnar og í vinnslunni hefur létt störfin til muna, en með stækkun skipanna hefur útivistin lengst og eru dæmi um að sjómenn séu í burtu frá fjölskyldum sínum vikum saman.

 

Á þessu tímabili hefur einnig orðið bylting í stjórnun veiðanna. Nú er svo komið að þeir sem við sjávarútveg starfa geta ekki snúið sér við án þess að reka sig á einhverja reglugerð frá stjórnvöldum. Þetta gerir miklar kröfur til stjórnenda skipanna o g þeir þurfa stöðuga endurmenntun til þess að tileinka sér nýja tækni og læra á nýjar reglur.

 

Það er mál manna að íslenskir sjómenn hafi verið einstaklega opnir fyrir þessum breytingum og séu fljótir að tileinka sér þær nýjungar sem ryðja sér til rúms. Á umbrotatímum sem þessum er mikilvægt fyrir sjómenn að hafa sterk hagsmunafélög eins og Vís i. Félagið hefur ekki aðeins staðið vörð um kjaramál félagsmanna sinna, heldur hefur það verið öflugt fagfélag. Til dæmis hefur félagið staðið fyrir fundum og ráðstefnum um ýmis hagsmunamál sjómanna.

 

Það má öllum ljóst vera að á flestum sviðum fara hagsmunir okkar útvegsmanna og sjómanna saman og getum við útvegsmenn ekki annað sagt en að samskiptin hafi verið góð á liðnum árum. Félögin hafa stundum unnið sameiginleg álit fyrir stjórnvöld þegar þu rft hefur að fjalla um málefni sem varða bæði sjómenn og útvegsmenn. Þó að skiptar skoðanir hafi verið um með hvaða hætti eigi að stjórna veiðunum hefur ávallt tekist að halda friðinn um að vinna eftir þeim leikreglum sem stjórnvöld setja okkur. Með þessu móti hefur tekist að byggja upp öflugan sjávarútveg á Íslandi.

 

Ef Vísir, félag skipstjórnarmanna á Suðurnesjum, heldur áfram að starfa á sömu braut og það hefur markað sér verður framtíð þess björt. Á þessum tímamótum viljum við útvegsmenn óska Vísi innilega til hamingju.

 

Fyrir hönd Útvegsmannafélags Suðurnesja, Stefán Þ. Tómasson

Þorvaldur Halldórsson

Var í góðu skapi

Þorvaldur Halldórsson var gerður að heiðursfélaga Vísis á þessu ári. Hann er fæddur árið 1920 og hefur alið allan sinn aldur á Suðurnesjum og er alltaf kallaður Valdi í Vörum. Hann var 53 ár á sjó og alltaf skipstjóri á Gunnari Hámundarsyni, sem var í eigu fjölskyldunnar. Valdi er af Húsafellsætt og í sjötta lið frá Snorra á Húsafelli. Foreldrar Valda voru Kristjana Kristjánsdóttir og Halldór Þorsteinsson, bæði fædd á Suðurnesjum. Systir Halldórs var Vilhelmína á Vatnsleysu, móðir Auðunsbræðranna svo kölluðu. Systkini Valda voru tólf og fædd á tímabilinu 1912-1927. Hann segir að þau hafi farið einu sinni á sumri í heimsókn til frændsystkinanna á Vatnsleysu. Farið var í boddíbíl og dvalið þar allan daginn.

 

Faðir Valda gerði út frá Sandgerði og Keflavík en hafði fiskverkun í Vörum í Garði. Á sínum tíma var hvergi á landinu framleiddur meiri fiskur til útflutnings en í Garði, miðað við mannfjölda.

Fiskurinn var saltaður í Sandgerði og síðan fluttur í Garðinn til verkunar. Þetta var nánast heimavinna, því öll börnin á bænum unnu í verkuninni. Um leið og barn gat gengið var því fengið verk við hæfi. Valdi man eftir júlímánuði þegar sólin skein da g eftir dag og krakkarnir biðu þess að fá einn rigningardag til að fá hlé.

 

"Eitt sinn kom maður frá Landsbankanum og þá vorum við búin að breiða alveg rosalega mikið. Eins og gengur héngum við krakkarnir utan í pabba og bankamaðurinn spurði hvort hann ætti allan skarann. "Allt saman eigin framleiðsla, bæði fiskur og krakkar, " svaraði pabbi. Við höfðum líka kýr sem mamma sá um. Við höfðum alltaf nóg að borða en það var rosaleg vinna á foreldrum mínum. Mamma fór fyrst á fætur á morgnana og síðust í rúmið á kvöldin. Þegar við fórum að sofa sat hún við að stoppa í sokka eða gera skó úr nautshúð."

 

Eitt sumarið leit nokkuð vel út með afrakstur vinnunnar og allir krakkarnir fengu að taka út strigaskó í búðinni. Offramboð af fiski það árið varð til þess að afurðaverð féll. Næsta ár fékk enginn skó úr búðinni og móðirin sat við skógerð fram á nætur .

 

Faðir Valda var mikill aðdáandi Gunnars á Hlíðarenda og því kom aldrei til greina annað en að nefna bátana eftir þessari hetju Njálssögu. Fyrsti Gunnar Hámundarson var áttæringur og var Halldór skipstjóri á honum og síðar Gísli sonur hans. Gunnar Hámu ndarson númer II var 14 tonna bátur en var síðar stækkaður í 17 tonn og var Gísli með hann til að byrja með. Valdi tók við honum árið 1948 en hann sökk árið 1950 eins og síðar verður komið að. Bátlausir voru þeir feðgar í fjögur ár en erfiðlega gekk að fá leyfi til nýsmíði á þessum árum. Gunnari Hámundarsyni III var hleypt af stokkunum 1954 og var Valdi skipstjóri á honum til ársins 1987 er sonur hans tók við.

 

 

"Báturinn er 42 ára gamall og aldrei neitt komið fyrir hann. Þetta er mjög gott og fengsælt skip," segir Valdi.

 

Eins og algengt var með unga drengi í verstöðvum við landið fór Valdi ungur á sjó. Hann fór sína fyrstu sjóferð með bróður sínum árið 1933, þá þrettán ára. Næstu ár á eftir vann hann við beitningar og fiskverkun í landi. Valdi fór í Stýrimannaskólann 19 ára gamall og þá var framtíðin ráðin.

 

"Ég byrjaði með Gunnar Hámundarson númer tvö, fyrst sem stýrimaður og síðar skipstjóri. Þar var ég skipstjóri í tvö ár þegar hann var keyrður niður af breskum togara," segir Valdi. Ákeyrslan átti sér stað í blíðskaparveðri að sumarlagi þegar skipið va r á landleið, rétt norður af Eldey. Skipið var með góðan farm af síld sem veiðst hafði í reknet.

 

"Ég var í koju og stýrimaðurinn uppi, en alls voru sjö í áhöfninni. Ég var í harla góðu skapi því það hafði fiskast vel og við vorum eini báturinn sem hafði fiskað eitthvað að ráði. Allt í einu kom þessi togari aftan að okkur og báturinn sökk á innan við tveimur mínútum. Engu munaði að við sem vorum í káetum færumst á stundinni, því stefni togarans gekk inn í bátinn. Ég náði að stökkva fram í lúkar og náði þar í tvö björgunarbelti. Ég lét mág minn, stýrimanninn, sem þá hafði slasað sig, fá annað og ga mlan kall fá hitt," segir Valdi og hlær að umsögninni um gamla kallinn, sem þá var aðeins fimmtugur, "en okkur þótti það gamlir kallar þegar við vorum ungir. Annað sem varð okkur til lífs var að margir belgir voru á dekki og gátum við notað þá til að fley ta okkur á. Þegar ég sá að báturinn var við það að fara niður sagði ég öllum að stökkva frá borði svo við færum ekki niður með honum. Það kom hik á strákana en þegar ég lét mig vaða í sjóinn komu þeir á eftir".

 

Fjórum var bjargað um borð í togarann, þar á meðal Valda. Þrír voru eftir á svamli og meðal þeirra kokkurinn sem hafði náð sér í belg sem festu. Hins vegar missti hann belginn úr höndunum aftur og aftur þegar aldan gekk yfir hann og því stakk Valdi sé r í sjóinn og náði honum um borð. Þá voru stýrimaðurinn slasaði og sá "gamli" eftir, en þeir höfðu belti og belgi til að halda sér í. Stýrimaðurinn, sem var ósyntur, missti belginn hvað eftir annað en "gamli kallinn" flaut á braki. Þeim var bjargað um bor ð í annan bát sem kom aðvífandi. Allt fór því vel að lokum og var það ekki síst að þakka góðu veðri.

 

Að sögn Valda lugu Bretarnir þvers og kruss um tildrög árekstrarins og fengu þeir aðeins tryggingabæturnar. Næstu vertíðir var Valdi með leigubáta meðan Gunnar Hámundarson III var í smíðum.

 

Útgerð og vinnsla voru alltaf tengd innan sama fyrirtækis meðan faðir Valda var á lífi og áfram eftir að Gísli bróðir hans tók við vinnslunni. Að Þorstini látnum voru útgerð og vinnsla aðskilin og erfingjar Gísla tóku við verkuninni. Valdi og synir st ofnuðu litla verkunarstöð samhliða útgerðinni, sem hefur komið þeim til góða á tímum kvóta.

 

Það hefur margt breyst í útgerðarháttum síðustu áratugi og ekki síst vegna tilkomu kvótans. Valdi er einn þeirra sem farið hafa illa út úr kvótaskerðingunni. Hans útgerð fær úthlutað 66 tonnum af óslægðu en fiskaði 930 tonn á síðasta kvótaári. Mismuni nn verður útgerðin að leigja.

 

"Á síðasta kvótaári leigðum við fyrir 49 milljónir sem þeir fengu þessir stóru kallar, togaraeigendurnir. Eftir að hafa verið frjáls maður á sjó finnst mér þetta alveg agalegt. Ég er aðallega í þessu vegna þess að strákarnir mínir hafa atvinnu af þess u," segir Valdi.

 

"Við björgum okkur út úr þessu með því að taka millifiskinn í vinnslu hjá okkur og setja aðeins stærsta fiskinn á markað. Fyrir bragðið fáum við hins vegar lítið fyrir okkar vinnu. Fyrir nokkrum árum fékk ég 300 tonn á tíu dögum á þennan bát en núna m á ég veiða 66 tonn allt árið," segir Valdi og hlær með sjálfum sér að vitleysunni.

 

"Verst af öllu er að kvótinn er að færast á örfáar hendur. Að endingu verður þetta eins og í gamla daga þegar fólkið var leiguliðar hjá stórbændum og almenningur átti ekki í sig og á."

 

Núna er Valdi hættur að stunda sjóinn og leggur alla krafta sína í trjárækt við sumarbústaðinn. Valdi stundaði sjó í rúm 50 ár og missti aðeins út tvo eða þrjá róðra, vegna meiðsla. Hann hefur alla tíð verið heilsuhraustur en segir að aðstaða um borð í stýrishúsum í gamla daga hafi valdið honum hryggskekkju og mjaðmaliðir eru ónýtir. Það stendur þó til bóta, því hann á von á að fá nýja liði fljótlega.

 

Einu sinni reyndi hann fyrir sér í landi þegar feðgarnir voru bátlausir. Hann fór að vinna á Vellinum en hundleiddist veran þar. Þrátt fyrir ástandið í kvótamálum er Valdi sáttur við það að þrír synir hans völdu að starfa við sjómennskuna. Einn þeirra er hættur en elsta barnabarn Valda, tvítugur strákur, er að sækjast eftir plássi.

 

"Það koma oft slæmir dagar á sjó en það er svo skrítið að maður man bara góðu dagana, ­ þegar vel fiskast í fallegu veðri," segir Valdi í Vörum. 

Sveinn Arnarson

Sama hvaða veiðarfæri það verður

 

Það er kvótakerfið. Þeir eldri segja ekki verandi til sjós, tóm boð og bönn.

 

Þrátt fyrir rausið í þeim eru til ungir menn sem eru ákveðnir í að vera sjómenn og mennta sig jafnvel til þess. Það er staðreynd að skipstjórnarmenntaðir menn eiga erfitt með að fá vinnu í landi þegar þeir hætta. Samt ganga ungir menn þennan veg, einn þeirra er Sveinn Arnarson í Grindavík.

 

"Nei, ég ætlaði að verða ljósmyndari," sagði Sveinn Arnarson, stýrimaður á Þorsteini GK, þegar hann var spurður hvort hann hefði allt frá barnæsku ætlað að verða sjómaður.

 

En tekur Sveinn ennþá myndir?

 

"Nei, ég er hættur því."

 

Það fer ekki allt eins og ætlað er. En hvert var þá upphafið að sjómennskunni?

 

"Þegar ég byrjaði með Ásgeiri Magnússyni 1989 eða 1990 ákvað ég að halda áfram á sjó og mennta mig. Ég sé ekki eftir því. Þetta er góð menntun. Skipstjórnarmenntaðir menn eiga vissulega erfitt með að fá góða vinnu þegar þeir fara í land, en ég hef ekk i áhyggjur af því strax, þar sem ég sé ekki fyrir að ég hætti til sjós á næstu árum."

 

Enda ekki nema von, rétt rúmlega tvítugur maðurinn. Á Sveinn erfitt með að sjá sjálfan sig starfa í landi?

 

"Já, þá ekki nema í eigin fyrirtæki. Venjuleg vinna í landi kemur ekki til greina."

 

Sveinn vakti þjóðarathygli síðustu vetrarvertíð þegar hann stakk sér á eftir skipsfélaga sínum sem tók út með netunum þegar þeir voru að leggja. Gleyma menn atviki sem þessu?

 

"Nei, það er ekki hægt. Þetta situr í mér, enda mikil lífsreynsla. Ég lærði af þessu. Nú hugsa ég meira um öryggismál og forvarnir. Það vill enginn, sem reynt hefur, láta slíkt eða svipað henda aftur."

 

Allir sjómenn eiga sitt uppáhaldsveiðarfæri, hvert er uppáhaldið hans Sveins?

 

"Trollið hefur alltaf heillað. Það er spennandi og reynir meira á mig sem stýrimann. Og í samanburði við netin, sem við erum á núna, er trollið flóknara og það þarf hugsa meira. Spá í strauma, veiðarfærið sjálft og margt fleira."

 

En er Sveinn kominn af sjómönnum?

 

"Já, pabbi minn, Örn Traustason, er skipstjóri og móðurafi minn, Sveinn Sigurjónsson, var skipstjóri, hann var síðast með Jóhannes Gunnar, en það er langt síðan. Pabbi er á Ghana, þar sem hann rær á dragnót á gamla Jóhanni Gíslasyni frá Þorlákshöfn, e n það er annar báturinn sem hann fer með til Ghana, hinn var Lyngey.

 

Ég sigldi með honum þegar hann fór með fyrri bátinn í október 1995. Ég veit að það gengur ágætlega hjá þeim núna, en þetta er mikið ævintýri. Það hafa verið erjur milli kynþátta og fleira hefur komið upp á."

 

En ætlar Sveinn að láta Grindavík duga, eða á að elta kallinn hann pabba til Ghana?

 

"Nei, það er gott að vera í Grindavík, ég vil hvergi annars staðar vera. Fyrir sjómann er Grindavík góður staður, héðan er gott að róa."

 

En dreymir Svein ekki um að komast á togara, stóran og mikinn?

 

"Nei, að minnsta kosti ekki strax."

 

Lífið er fleira en saltfiskur. Hvað gerir stýrimaðurinn í landi?

 

"Standset íbúðina sem ég var að kaupa."

 

Það er ágætt, en hver eru áhugamálin?

 

"Ég er mikið fyrir vélhjól og á eitt, Hondu SDR 600. Það er ágætishjól."

 

Sveinn er í sambúð með Ernu Rós Bragadóttur.

 

Sveinn, að lokum. Langar þig að fá að leysa kallinn af og þegar að því kemur er þá sama hvert veiðarfærið verður?

"Jú, en Ásgeir er lélegur í að taka frí. Mér er sama hvaða veiðarfæri það verður. Humarinn er eflaust léttastur, en annars er mér alveg sama." 

Oddur Sæmundsson

 

Tvær milljónir til lífs

 

Björgunar- og slysavarnasjóðurinn til minningar um Kristján Ingibergsson, fyrrverandi skipstjóra

 

Kristján Ingibergsson, skipstjóri á Baldri og fyrrverandi formaður Vísis, lést á miðjum aldri af völdum hjartaáfalls. Kristján hafði verið mikill baráttumaður um bætt öryggi sjómanna og margoft brýnt fyrir mönnum nauðsyn þess að Landhelgisgæslan eigna ðist góða björgunarþyrlu. Eftir fráfall Kristjáns setti vinur hans Oddur Sæmundsson, skipstjóri á Stafnesi, fram þá hugmynd að stofnaður yrði sjóður til að heiðra minningu Kristjáns sem hefði það að markmiði að hrinda áhugamálum hans um nýja þyrlu og anna ð sem varðar bætt öryggi sjómanna í framkvæmd. Oddur hefur lengst af verið formaður sjóðsins, sem fjármagnaður er með prósentum af félagsgjöldum til Vísis sem og útgáfu minningarkorta. "Við höfum tvisvar veitt úr sjóðnum," segir Oddur. "Í fyrra skiptið st yrktum við kaup á björgunarbátnum Hannesi Hafstein sem gefinn var til Sandgerðis. Í febrúar í fyrravetur, á afmælisdegi Kristjáns, gáfum við tvær milljónir til kaupa á tækjum fyrir nýja þyrlu Landhelgisgæslunnar, Líf. Þá voru keypt tæki og útbúnaður sem n ota á til að bjarga mönnum úr sjó. Styrkurinn var afhentur við hátíðlega athöfn um borð í varðskipi við Keflavíkurhöfn. Forstjóri Landhelgisgæslunnar tók við gjöfinni úr hendi eiginkonu Kristjáns, Kristínar Guðnadóttur. Þarna voru mættir þeir sem gátu af forsvarsmönnum Vísis og eldri formenn."

 

Er veitt árlega úr sjóðnum eða eru einhverjar sérstakar reglur sem farið er eftir til að ákvarða úthlutun?

 

"Það er ekkert verið að gera þetta á ákveðnum tíma heldur eftir því hvaða fé er fyrir hendi og hvar við teljum að því sé best varið."

 

Hvað finnst þér brýnast að gera í björgunarmálum eins og staðan er í dag?

 

"Mér finnst brýnast að efla björgunarsveitirnar á Suðurnesjum. Þá á ég sérstaklega við björgunarsveitirnar í Grindavík, Sandgerði og Garði. Það er vegna þess að þær eiga báta sem dýrt er að reka og við höfum þurft mikið á þeim að halda. Það er ljóst a ð þeir hafa haft ærin verkefni. Mest starf þessara sveita er unnið í sjálfboðavinnu og þess vegna finnst mér að við sem störfum við sjómennsku ættum að styðja við bakið á þeim eins og mögulegt er."

 

Hafa öryggismál færst til betri vegar síðustu árin að þínu mati?

 

"Þau hafa batnað mjög. Það er eftirtektarvert hvað björgunarsveitir í dag eru orðnar snöggar að sinna útköllum af sjó. Áður var aðaláherslan lögð á að bjarga mönnum úr fjörunni en í dag hefur áherslan færst út á haf. Það er náttúrulega dýrara, til þes s þarf góða báta og útbúnað."

 

Oddur segir að fjármögnun sjóðsins hafi gengið vonum framar og henni verði haldið áfram um ókomna tíð. Hann er stoltur yfir því að sjóðnum hefur þegar tekist að leggja eitthvað til þess málstaðar sem félagi hans, skipstjórinn Kristján Ingibergsson, ba rðist fyrir og segir að sjóðurinn muni starfa áfram í hans anda. 

Þórhallur Gíslason

 

Við höfðum þó alltaf hlut

 

Þórhallur Gíslason, kallaður Dúddi, er einn af heiðursfélögum Vísis. Hann er fæddur í Syðsta-Koti árið 1916 en ólst upp á Setbergi, rétt sunnan við Sandgerði. Þar var búskapur og útræði. Dúddi var elstur átta systkina og af þeim komust sex upp. Dúddi er áttrætt "unglamb", því hann lítur út fyrir að vera mun yngri. Hann er ekkill og býr í þjónustuíbúð í Reykjavík. Kona hans var Ástrún Jónasdóttir frá Súðavík, en hún lést fyrir fjórtán árum. Konu sinni kynntist Þórhallur á Súðavík þegar hann réð sig þa ngað sem "bassa", síldarskipstjóra, árið 1947.

 

"Ég byrjaði að róa á trillu árið 1930. Trillan var sjö til átta tonna og hét Svanur, í eigu föður míns á Setbergi og bróður hans í Hólkoti, ­ allt var þetta á sömu torfunni í þá daga. Við verkuðum allan fisk í landi. Fjórtán ára varð ég síðan fullvinn andi maður," segir Þórhallur.

 

Í uppvextinum kynntist hann sjónum en hann fór eitt sumar í sveit að Ási í Holtum.

 

"Mér þótti sveitalífið mjög gott og það var töluvert öðruvísi en ég átti að venjast að sunnan, þar sem útræði var," segir hann. Fermingarárið var hann kúskur í vegavinnu, en eftir það var það sjórinn. Hann fór í land árið 1971, þá 55 ára gamall.

 

"Ég vildi hætta snemma til að komast í góða vinnu. Mér bauðst starf hafnarvarðar og lóðs í Sandgerði og starfaði við það í tuttugu ár," segir hann.

 

Þegar Þórhallur hóf sjómannsferilinn var aðbúnaðurinn ekki beysinn, segir hann um gamla tímann.

 

"Við fórum út snemma að morgni og komum í land seint að kvöldi. Þegar heim var komið var gert að aflanum, þorskurinn flattur og saltaður. Um sumarið, þegar vertíð var lokið, hjálpaði ég til við að verka fiskinn, vaska og breiða. Það var alltaf nóg að borða heima hjá okkur, þar sem við höfðum þetta útræði."

 

Átján ára gamall réð Þórhallur sig um borð í Geir goða, síldarbát sem var gerður út frá Siglufirði. Það með hófst fyrsta af þrjátíu og fjórum síldarvertíðum sem hann reri.

 

"Ég man enn hvað ég var geysilega sjóveikur á leiðinni norður. Ég hafði aldrei fundið fyrir sjóveiki á litlu bátunum, en þarna var þessi líka slagvatnsfýla. Svo reyktu þeir svo mikið að ég hafðist ekki við niðri," segir hann og hlær og bætir við að hann hafi alltaf verið á móti reykingum.

 

"Fyrsta árið mitt á síld var mjög gott, en eftir það gengu síldarleysisárin yfir. Ég man að við höfðum þó alltaf hlut. Það var mikil stemmning á Silgufirði á þessum árum og mjög ólíkt því sem ég átti að venjast frá þessari hefðbundnu fjölskylduútgerð, " segir hann.

 

Seinna fékk stýrimaðurinn á Geir goða síldarbát frá Akureyri sem hét Nanna og fór Þórhallur með honum yfir.

 

Fyrsti báturinn sem Þórhallur var skipstjóri á var Muninn, 22 tonna bátur, en Þórhallur var með hann í eitt ár. Þá var það Hrönn, 35 tonna bátur, sem hann stýrði í fimm ár. Svo kom að síldarbátunum; Sæmundur var sá fyrsti, einn af Svíþjóðarbátunum, og þá Svanurinn í Keflavík. Í félagi við fjóra aðra lét Þórhallur smíða bát í Danmörku árið 1956, Hamar, og gerðu þeir hann út í nokkur ár.

 

Útgerðin og samstarfið gekk ágætlega. Ég var frjálsari með minn eigin bát. Hins vegar var ég alltaf hjá ágætis útgerðum, með góða báta."

 

Þegar Þórhallur og félagar hans seldu Hamar réð hann sig til Miðness og tók við Sæunni, sem hann var með í fimm ár. Hamar er einn fárra íslenskra eikarbáta sem enn eru á floti.

 

"Það er mikil eftirsjá í þessum gömlu eikarbátum, þetta voru fallegir bátar og góðir sjóbátar," segir hann.

 

Næstsíðasta bátinn sem Þórhallur var með átti hann í félagi við bróður sinn í fjögur ár. Síðasti báturinn sem hann var með hét Straumnes, 101 tonns stálbátur.

 

Þegar Þórhallur horfir til baka segist hann vera feginn að hafa sloppið við kvótann. Sum árin drógu þeir þúsund tonn úr sjó og hann segir þénustuna hafa verið betri til sjós en í landi. Hins vegar hafi hann ekki þekkt sumarfrí fyrr en hann hóf störf í landi. Hann á fimm börn, þar af þrjá syni, sem sem allir hafa verið á sjó. Einn þeirra er enn á sjó og starfar sem vélstjóri á Víkurberginu frá Grindavík.

 

Þórhallur var farsæll skipstjóri alla tíð, en hann varð fyrir miklu áfalli fyrstu vertíðina sína.

 

"Þá missti ég yngsta bróður minn í sjóinn og hann drukknaði. Við vorum nýbúnir að leggja að þegar kom sjór á bátinn og hann féll útbyrðis. Við fundum hann ekki aftur þrátt fyrir mikla leit," segir Þórhallur.

 

"Það hvarflaði ekki að mér að hætta á sjó þrátt fyrir þessa erfiðu reynslu. Eftir þetta kom aldrei neitt fyrir mig, en ég hef verið úti í mörgum manndrápsveðrum og séð á eftir félögum mínum í sjóinn. Ég man eftir einu slíku aftakaveðri, að þegar við b yrjuðum að draga varð ég að skríða eftir dekkinu. Þegar við vorum búnir að draga eitt bjóð slitnaði allt. Skipstjórinn ákvað að halda beint upp í sjóinn og þannig héldum við sjó í heilan dag, fram undir miðnætti, þegar datt á dúnalogn.

 

Næsta morgun náðum við nær allri línunni, en fréttum síðar að tveir bátar hefðu farist, Ægir og Óðinn úr Garðinum."

 

Aðspurður segist Þórhallur aldrei hafa verið veðurhræddur á sjó. Veðrið sé bara hluti af sjómannslífinu og því verði ekki breytt.

 

"Ég eyddi rúmum fjörutíu árum á sjó og hef aldrei séð eftir þeim tíma. Amma mín vildi lána mér fyrir vélstjóranáminu á sínum tíma og greiddi ég henni þegar ég fór að vinna. En þegar ég fór í land var ég alveg hættur, eignaðist ekki einu sinni trillu," segir Þórhallur Gíslason. 

Ásgeir Magnússon

 

Hvort við værum ekki í síðum nærbuxum 

 

Sjómannablaðið Víkingur birti árið 1970 ritgerðir eftir nemendur við Stýrimannaskólann í Reykjavík. Meðal þeirra sem áttu ritgerðir í blaðinu voru þrír félagar í Vísi; Ásgeir Magnússon, Hafsteinn Ingólfsson og Halldór Þorláksson. Ritgerðir þeirra féla ga, frá 1970, ritgerðir þeirra birtast hér fyrir neðan og á næstu síðu.

 

Það var um hausttíma fyrir nokkrum árum, að ég labbaði niður á bryggju, þar sem ég hitti tvo vini mína, þá Jón og Óla. Þeir voru að tala um að nú skyldum við láta verða af því, sem við höfðum verið að tala um í allt sumar, að fara í veiðitúr út í Nesd al og veiða þar í vatninu. Þetta var ákveðið á stundinni og við ætluðum að hittast aftur eftir tvo tíma. Þá ætlaði Jón að vera búinn að fá lánaðan bátinn hjá pabba sínum. Pabbi hans átti eins tonns trillu með benzínvél. Við Óli ætluðum að útvega tjald, sv efnpoka og prímus. Svo átti hver maður að koma með nesti, ef veiðin skyldi bregðast. Á ákveðnum tíma lögðum við af stað. Þegar við vorum komnir út á miðjan fjörð byrjaði vélin allt í einu að ganga óreglulega og skyndilega drap hún á sér. Nú voru góð ráð d ýr. Enginn okkar hafði nokkurt vit á vélum, en Jón hafði einhvern tíma heyrt pabba sinn tala um það, að vélin hegðaði sér svona ef benzínstífla kæmi í hana.

 

Þar sem vindur stóð út fjörðinn fórum við Óli að huga að seglunum, meðan Jón reyndi að ná stíflunni úr. Þegar seglin voru komin upp lyftist nú heldur brúnin á mannskapnum, því skútan gekk sízt minna með seglin. Við vorum komnir langleiðina, þegar véli n fékkst loks í gang. Þá voru seglin tekin niður. Þegar við komum á leiðarenda var farið að huga að lendingarstað. Hann fannst fljótlega.

 

Þá var trillunni rennt á land. Því næst drógum við hana eins langt upp í fjöruna og við gátum og gengum vel frá henni. Síðan fórum við að tjalda og huga að matarbirgðunum, áður en veiðin hæfist. Við vorum allir með veiðistangir og ég hafði líka tekið með mér net, en þannig veiðiskapur er stranglega bannaður í vatninu.

 

Þegar við vorum búnir að standa með stangirnar í nokkra tíma, án þess að verða varir, og byrjað var að skyggja, ákváðum við að leggja netið, því það sæi enginn til okkar í myrkrinu.

 

Um morguninn, þegar við vitjuðum um netið, voru tvær steindauðar silungsbröndur í því. Nú voru góð ráð dýr, ef veiðitúrinn ætti að heppnast. Þá datt Jóni allt í einu snjallt ráð í hug. Hann spurði okkur hvort við værum ekki í síðum nærbuxum, helzt ull arbuxum. Við spurðum hann hvort hann væri að verða vitlaus. Þá sagði hann að fyrst netaveiði væri bönnuð í vatninu, þá mætti reyna að trolla. Þar sem vatnið væri mjótt gætum við gengið sinn á hvorum bakkanum og teymt trollið á eftir okkur. Þar sem Óli haf ði verið svo forsjáll að fara í ullarbuxur fór hann úr þeim og fékk Jóni. Jón tók buxurnar og batt fyrir skálmarnar og hnýtti grjót öðrum megin á strenginn, til að halda buxunum niðri, og spýtu hinum megin, til að trollið opnaði sig. Síðan fengum við okku r band og bundum í hliðarnar. Þá var bara að prófa "apparatið". Þetta gekk allt eins og í sögu, og þarna hlupum við fram og aftur allan daginn. Upp úr krafsinu höfðum við tuttugu silunga, sem má bara þykja gott í svo frumstætt veiðarfæri. Og þannig lauk þ essari sögufrægu veiðiferð. En aldrei sögðum við frá því hvernig við fengum aflann fyrr en nú!

 

Ásgeir Magnússon

Halldór Þorláksson

Fór að mestu í bræðslu


 
Halldór Þorláksson skrifar.

 

Ofveiði er orð, sem oft heyrist nú síðasta ár, og er engin furða á því. Ofveiði er mikið vandamál, sem helztu fiskveiðiþjóðir þurfa að glíma við núna. En ég ætla að skrifa um okkur Íslendinga. Síldin var okkar aðalnytjafiskur alveg fram á síðustu ár, en nú má segja að engin síld veiðist lengur. Mestu síldarár okkar voru 1965 og '66. Veiddust þá mörg hundruð þúsund tonn af síld og fór hún að mestu í bræðslu. Eftir það fór að draga úr veiðinni og nú síðasta ár var engin síldveiði fyrir norðan og austan. Síldveiðar við Suður- og Vesturland voru bannaðar á sumrin fyrir þremur árum og er árangur þess þegar kominn í ljós, því eina síldin sem veiddist á síðasta ári var síld sem fékkst þar í haust og fór öll í vinnslu. Þetta er eitt af því fáa, sem ráðamenn o kkar í þeim málum hafa gert af viti. Mikil þorskveiði hefur verið í troll fyrir norðan og austan síðustu tvö vor og sumur. Þessi fiskur er smár, ókynþroska fiskur og hafa sjómenn þurft að róta út aftur helmingnum af þeim afla, sem þeir fá. Allir hljóta að sjá, hvílík heimska er að leyfa þessar veiðar. Og núna um síðustu helgi fiska nótabátarnir hellingsafla austur af Selvogsvita, þar alveg uppi í fjöru. Fiskurinn, sem þeir veiða þar, er svo smár, að hann ánetjast hjá þeim og fer síðan beint í gúanó þegar í land er komið. Á þessu svæði er bannað að veiða í troll á vertíðinni, þó svo að allur þessi smáfiskur slyppi út um það. Veiðar með þorsknót voru mikið stundaðar á vertíðunum '64 til '65 og veiddist þá gríðarlega stór fiskur. Á þessum fiski hafði lóðað á í mörg ár, en hann hélt sér alltaf uppi í sjó og var talið að þessi fiskur héldi stofninum við á þessi svæði. Eftir þetta brást fiskurinn á þessu svæði næstu tvö árin. Einn af okkar fremstu fiskifræðingum sagði í útvarpi þá, að það væri í lagi að veiða þ ennan fisk, því að hann dræpist hvort sem væri. Það þarf enga fiskifræðinga til að segja okkur það, að allir drepast einhvern tímann. Línuveiði var nokkuð mikið stunduð fyrir þessi ár, á haustin, og aðaluppistaðan í aflanum var ýsa. Þessi ár veiddu nótabá tarnir mörg þúsund tonn af smáýsu á þessu svæði. Síðan hefur línuveiði á haustin lagzt nær alveg niður, því að ýsa hefur ekki gengið á grunnslóð síðan, ef hún er þá nokkuð til að ráði.

 

Humarveiðarnar hafa skapað mikla vinnu og mikinn gjaldeyri fyrir þjóðina, en það sem ég finn að humarveiðunum er það þegar er verið að framlengja veiðileyfin langt fram á haust. Humar veiðist ekki að ráði eftir að komið er fram í október og eru því þe ssir bátar að skarka á fiski. Humarvarpan er svo smáriðin að allur smáfiskur, sem í hana kemur, sleppur ekki þar út. Það er kominn tími til að fiskifræðingar og ráðamenn þessa lands fari að vakna og gera einhverjar róttækar ráðstafanir í þessum málum.

 

Mín skoðun er, að togveiðar fyrir Norður- og Austurlandi verði takmarkaðar að miklu leyti, að veiðar með þorsknót verði bannaðar algjörlega, og hefði aldrei átt að leyfa þær. Að humarleyfi verði ekki framlengd og fylgzt vel með því að þau séu ekki bro tin. Ekki verði slakað á takmörkunum á síldveiðunum. Að síðustu legg ég til, að helztu uppeldisstöðvar þorsks og ýsu verði alveg friðaðar fyrir öllum veiðum. 

Þorsteinn Pálsson

Vísir hefur átt drjúgan þátt í að þróa sjávarútveg á Suðurnesjum

Hálf öld er í sjálfu sér ekki langur tími í sögulegu samhengi. En hvað sem því líður eru hér merk tímamót í sögu Vísis, félags skipstjórnarmanna á Suðurnesjum. Saga félagsins er vissulega samofin atvinnusögu byggðanna.

 

Forystumenn Vísis hafa ekki einasta verið í fylkingarbrjósti í gæslu hagsmuna félagsmanna heldur hafa þeir í hálfa öld átt drjúgan þátt í að þróa sjávarútveg á Suðurnesjum. Það mikilvæga hlutverk er vert að þakka á þessum tímamótum.

 

Það hafa miklar breytingar orðið á þeirri hálfu öld sem liðin er frá stofnun félagsins. Allt annar bragur er yfir útgerð og vinnslu en þá var, færri hendur skapa nú meiri verðmæti og atvinnulífið allt er fjölbreyttara. Umhverfi sjávarútvegsins er því með allt öðrum hætti en frumherjar félagsins stóðu frammi fyrir á sínum tíma.

 

Ýmsir horfa til hins liðna með nokkrum trega. En því verður ekki á móti mælt að framfarir hafa orðið miklar og þær eru forsenda aukinnar velmegunar og hagsældar í þjóðfélaginu. Þó að breytingar séu oft erfiðar verður ekki framhjá því litið að okkur he fur miðað hratt fram á við.

 

Framtíðin er eðlilega um flest óráðin. En við eigum mikilvægu hlutverki að gegna að þróa íslenskan sjávarútveg inn í nýjan tíma og til móts við nýja öld. Skipstjórnarmenn og félagsskapur þeirra hafa mikilvægu hlutverki að gegna í þeirri framtíðarþróun .

 

Ábyrg fiskveiðistjórnun er lykilatriði varðandi nýtingu fiskveiðiauðlindarinnar. Í þeim efnum verðum við að hafa langtímamarkmið í huga. Eigi fiskveiðarnar að vera enn um langa framtíð uppspretta verðmætasköpunar í landinu verðum við að fylgja fast fr am stefnu sem miðar að því að vernda og byggja upp fiskstofnana. Það hefur okkur tekist mæta vel fram til þessa og verðum að halda áfram á þeirri braut.

 

Það var ánægjulegt að fá tækifæri til þess að taka þátt í hátíðahöldum á sjómannadaginn í tilefni af 50 ára afmæli félagsins. Ég vil nota þetta tækfiæri til þess að ítreka árnaðaróskir mínar til félagsmanna.