Innheimta félags- og sjóðagjalda 2023

Ágætu útgerðarmenn!

Bréf þetta sendist öllum útgerðaraðilum á Suðurnesjum, og til annara er málið varðar.

Málefni: Innheimta félags- og sjóðagjalda 2023.

Á aðalfundi VÍSIS, þann 29.12.2022 var ákveðið að félags- og atvinnuréttindagjald verði 2.5% af kauptryggingu og miðast við þann tíma er viðkomandi tekur kaup hjá útgerð, hvort heldur að viðkomandi er lögskráður um borð eða í frítúr á launum.

Kauptrygging er frá 1. febrúar 2023 kr. 617.417- fyrir skipstjóra/yfirstýrimann og kr. 535.723- fyrir annan stýrimann. Reikningsnúmer VÍSIS er 0121-26-537. Kt. 451275-2679.

Að gefnu tilefni skal það áréttað að í kjarasamningi S.F.S og F.F.S.Í segir:
Útgerð er skylt að halda eftir af kaupi yfirmanns er hjá þeim starfar, fjárhæð sem nemur ógeiddu félags- og atvinnuréttindagjaldi.

Athugið / félagsgjald þ.e 2.5% af kauptryggingu.
Endurmenntunargjald: 0,5% af kauptryggingu.
Sjúkrasjóður: 1% af öllum launum.
Orlofssjóður: 0,25 % af öllum launum.
Greiðslumiðlun: 0,22 % af öllum launum.

Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu VÍSIS í síma 421-4942. Netfang: visir@visir-fss.is.
Bestu óskir um gott samstarf.

visir